Jæja,
Ég fór í afmælið hennar Clarissu, mjög gaman sé ekki eftir því að hafa farið, náði alveg að tala við nokkra þótt að ensku kunnátta þeirra sé lítil sem engin og ég kunni ekkert í ítölsku þótt að ég sé nú að læra ný orð á hverjum degi :)
Ég fór síðan á laugardeginum til Mílanó eftir skóla með Micol og Federiku. Ég sá Duomo, hún er huuuuuges og alltof falleg. Við tókum nokkrar myndir hjá henni og síðan fórum við að versla, tókum meðal annars góðan rúnt í H&M! Þær sýndu mér líka búð sem heitir Bershka, en hún er bara alltof kúl fyrir lífið. Ég er reyndar mjög stolt af mér eftir þennan fyrsta verslunarleiðangur, ég keypti bara smáræði :)
Við ætluðum síðan eitthvað út um kvöldið en það byrjaði að hellirigna og þrumuveður og læti, þannig að við vorum bara heima, enda bara fínt þar sem ég var dauðuppgefin eftir daginn.
Á sunnudeginum hafði ég það bara kósý, bakaði ítalska köku með Micol út af því að við vorum að fara í AFS-partý seinna um daginn. Í partý-inu hitti ég síðan hinar stelpurnar sem komu til Lecco, Angelu, Camillu, Mareike og Mairu. Síðan voru allar fjölskyldurnar þarna líka og sjálfboðaliðar og líka krakkar sem voru skiptinemar í fyrra. Það var bara mjög fínt, allir komu með eitthvað að borða með sér og við spjölluðum og borðuðum, sjálfboðaliðarnir voru eitthvað að tala um að fara með okkur stelpurnar upp í fjallakofa þar næstu helgi og halda upp á "Oktoberfest", haha :)
Í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og sofa og borða, nema á mánudaginn fór ég á fyrstu blak æfinguna mína, það var mjög fínt og stelpurnar eru mjög fínar en eins og allir þá talar eiginlega engin ensku, bara 3 stelpur tala ensku, en það þýðir bara að ég þarf að drífa mig í ítölskunni. Það eru alltaf blakæfingar á mánudögum og miðvikudögum frá 20.30-22.30, frekar seint þannig að ég er búin að vera dauðuppgefin eftir þær.
Ég fór líka í gær, fimmtudagur, með Clarissu í miðbæinn og við hittum Francis, hann er skiptinemi frá Suður-Afríku og kom með Routary eins og Brittany en eins og hún þá er hann búinn að vera hérna í hálft ár.
Ég fékk líka pakka sendann frá mömmu og pabba á Íslandi í gær. Hann innihélt allt sem ég skildi eftir og lumaði einnig á 2 stykkjum af Hitt, lýsi og afmælisgjöf frá Þórdísi. Þórdís var svo indæl og gaf mér svona "vináttu" armband en hún veit að ég er alltaf að gera grín af svoleiðis og finnst það asnalegt, þannig að það er eins gott að hún gangi með sitt, höhö. Mjög sætt samt :)
XOXO
Guðrún Elín
| Micol og ég og Duomo |
Ég fór síðan á laugardeginum til Mílanó eftir skóla með Micol og Federiku. Ég sá Duomo, hún er huuuuuges og alltof falleg. Við tókum nokkrar myndir hjá henni og síðan fórum við að versla, tókum meðal annars góðan rúnt í H&M! Þær sýndu mér líka búð sem heitir Bershka, en hún er bara alltof kúl fyrir lífið. Ég er reyndar mjög stolt af mér eftir þennan fyrsta verslunarleiðangur, ég keypti bara smáræði :)
Við ætluðum síðan eitthvað út um kvöldið en það byrjaði að hellirigna og þrumuveður og læti, þannig að við vorum bara heima, enda bara fínt þar sem ég var dauðuppgefin eftir daginn.
Á sunnudeginum hafði ég það bara kósý, bakaði ítalska köku með Micol út af því að við vorum að fara í AFS-partý seinna um daginn. Í partý-inu hitti ég síðan hinar stelpurnar sem komu til Lecco, Angelu, Camillu, Mareike og Mairu. Síðan voru allar fjölskyldurnar þarna líka og sjálfboðaliðar og líka krakkar sem voru skiptinemar í fyrra. Það var bara mjög fínt, allir komu með eitthvað að borða með sér og við spjölluðum og borðuðum, sjálfboðaliðarnir voru eitthvað að tala um að fara með okkur stelpurnar upp í fjallakofa þar næstu helgi og halda upp á "Oktoberfest", haha :)
Í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og sofa og borða, nema á mánudaginn fór ég á fyrstu blak æfinguna mína, það var mjög fínt og stelpurnar eru mjög fínar en eins og allir þá talar eiginlega engin ensku, bara 3 stelpur tala ensku, en það þýðir bara að ég þarf að drífa mig í ítölskunni. Það eru alltaf blakæfingar á mánudögum og miðvikudögum frá 20.30-22.30, frekar seint þannig að ég er búin að vera dauðuppgefin eftir þær.
Ég fór líka í gær, fimmtudagur, með Clarissu í miðbæinn og við hittum Francis, hann er skiptinemi frá Suður-Afríku og kom með Routary eins og Brittany en eins og hún þá er hann búinn að vera hérna í hálft ár.
Ég fékk líka pakka sendann frá mömmu og pabba á Íslandi í gær. Hann innihélt allt sem ég skildi eftir og lumaði einnig á 2 stykkjum af Hitt, lýsi og afmælisgjöf frá Þórdísi. Þórdís var svo indæl og gaf mér svona "vináttu" armband en hún veit að ég er alltaf að gera grín af svoleiðis og finnst það asnalegt, þannig að það er eins gott að hún gangi með sitt, höhö. Mjög sætt samt :)
![]() |
| Sátt með afmælisgjöfina |
![]() |
| Sá einn svona á leiðinni heim úr skólanum í dag, langaði að taka mynd en var ekki með myndavélina svo að Google mynd verður að duga :) |
XOXO
Guðrún Elín

.jpg)
1 comments:
Það er greinilegt að þú sért að skemmta þér vel þarna sæta! Vertu nú duglegri að taka myndir samt.
Kveðja,
þín Anna
Post a Comment