Thursday, September 15, 2011

Fyrstu dagarnir :)

Ciao :)

Ég er búin að vera hérna í Lecco núna í 4 daga og það er búið að vera æðislegt :)

Fyrsti alvöru skóladagurinn minn var í gær go váá, geðveikt skrítið, ég byrja í skólanum klukkan 8 og ég þarf að taka strætó í skólann, ég held að ég sé orðin bara nokkuð góð í notkun á strætónum hérna en til öryggis tek ég hann alltaf með stelpu sem heitir Frederika, en hún er góð vinkona Micol og er í sama skóla og ég. Ég er í 2.ASA en það þýðir að ég er með 96 módelum í bekk :/, en ég fæ að skipta kannski í þessari viku eða næstu, ég skil ekki neitt í skólanum, nema kannski í stærðfræði og ensku, annars sit ég bara og horfi eitthvað út í loftið eins og hálfviti.

Ég hitti stelpuna sem á að vera "hjálparinn" minn, eða ég á að hafa samband við hana ef eitthvað er að og ég get ekki talað við fjölskylduna mína um það, í dag. Hún heitir Clarissa og hún er crazy, hún er einu ári eldri en ég en hún talar mjög góða ensku, ég fór með henni og vinkonu hennar frá Ástralíu, Brittany, til þorps sem er aðeins í burtu frá Lecco, en við fóum held ég í nokkurskonar strandpartý, úber mikið fjör, nema ég talaði bara við þær út af því að það talar enginn ensku hérna :P Það þýðir bara að ég þarf að læra ítölskuna hratt! Clarissa bauð mér líka í afmælið sitt sem er á morgun en ef ég fer þá þarf ég að taka strætó og lestina ein svo ég ætla að sjá til :$

Annars líður mér ennþá bara mjög vel hérna, fæ góðan mat og allir eru mjög næs. En mér þykir mjög leiðinlegt að ég er alltaf úber þreytt og vill helst bara sofa allan daginn :/ vona að það fari fljótlega, annars er ég líka við það að bráðna úr hita, er að deyja á daginn, hlakka bara lúmskt til þangað til að það kólni örlítið :$

Ég lofa engu með það að vera jafn dugleg að blogga og núna og ekki búast við mikið af myndum því að ég er búin að taka mjög mjög fáar, höhö :)


  • Eitt mjög öðruvísi í lokin en þegar ég er búin í sturtu þarf ég alltaf að þurrka sturtuna, ég er sú eina á heimilinu sem lokar klósetsetuni á eftir mér og það eru alltaf allir í skóm inni, ekki endilega inniskóm, heldur líka skónum sem þau eru búin að vera labba í úti...
Ciao <3

Guðrún Elín

0 comments:

Post a Comment