Við vorum 11 sem mættum upp á Keflavíkurflugvöll klukkan hálf 6 um morgunin go vorum alveg þvílíkt spenntar að fara!
Ég kvaddi alla, fannst reyndar miður að ég hafi ekki fengið eitt sjáanlegt tár frá þeim, en ég veit að þau voru grenjandi innan með sér ;)
Þegar við lenntum í Köben var klukkan 2 og við þurftum að bíða þar í 2 tíma eftir næsta flugi, við fengum okkur Starbucks og skoðuðum búðir, ég keyðti mér heyrnatól sem voru með uglum á endanum, pretty cool.
Þegar við lenntum svo í Róm, þurftum við að bíða eftir nokkrum hópum á flugvellinum og keyrðum svo í rútu til einhvers hótels þar sem við áttum að vera á námskeiði alla helgina.
Námskeiðið sjálft var ekkert spes nema á kvöldin því að þá komu allir saman og voru að taka myndir og kynnast fólki, við kenndum t.d. einum Kananum að segja "eina mellu takk" og "fimma" (svona eins og high-five). Ég náði hins vegar ekki að taka neinar myndir þar sem myndavélin mín varð batteríslaus á fyrsta degi og það voru engar nothæfar innstngur á hótelinu.
Svo kom að deginum þar sem við fengum að hitta fjölskyldurnar, sem var bara á sunnudaginn. Ég vaknaði klukkan hálf 5 og svo klukkan rúmlega 6 fórum við sem voru að fara til Lombardí á lestarstöðina í Róm og tókum lestina klukkan 8. Bjarney var eini Íslendingurinn sem var líka að fara þangað en við vorum svo rokkaðar á því að ferðin var bara mjög fín, við sátum hjá einni stelpu frá Tékklandi sem heitir Klara og svo einum strák frá Kína, man ekki hvað hann heitir en hann var að kenna Klöru að leysa Rubix cube en hann náði að raða öllum litunum saman geðveikt hratt, það var svo kúl. Svo fórum við að tala um að á Íslandi borðaði fólk svið og hrútspunga og þá sagði þessi kínverski að sumstaðar í Kína borðaði fólk heila úr apa og stundum voru aparnir lifandi á meðan heilarnir voru borðaðir!
Í rútunni lærðum við að segja "Mi chiamo Guðrún, sono Islandese, vado dalla familia Dell'Oro" sem þýðir "Ég heiti Guðrún, er Íslendingur, Fjölskyldan mín er Dell'Oro fjölskyldan" Þegar við komum til Mílanó þurftum við að segja þetta fyrir framan 200 manns áður en við hittum fjölskyldurnar okkar. Ég fékk blómvönd frá minni fjölskyldu og þau voru öll mjög glöð að sjá mig, þegar ég kom svo heim í Lecco tóku kona, bróður míns, Patrica og stelpurnar hennar á móti mér og líka Carolina en Lia, Antonio og Micol komu að sækja mig í Mílanó. Þau voru búin að skrifa á borða "Velkomin Guðrún" Svo flott, nema ég gat ekki tekið mynd þar sem myndavélin var batteríslaus.
Svo fékk ég pasta í hádegismatinn og fór svo upp í herbergið mitt sem er bleikt og geðveikt krúttlegt, og ég tók upp úr töskunum og fór í sturtu. Ég gaf þeim síðan gjafirnar og þeu voru mjög ánægð. Síðan laggst ég upp í rúm og stein sofnaði og þegar ég vaknaði voru allir að gera allt tilbúið fyrir kvöldmatinn, en það var pizza í matinn, ég fór með Micol að kaupa ís og þegar ég kom aftur hitti ég, Camille og kærastann hennar Jacob og líka kærasta Carolinu en ég man ekki hvað hann heitir í augnablikinu :$
Við skoðuðum Íslands bókina sem ég gaf þeim og þau báðu mig geðveikt oft að segja "Eyjafjallajökull" og fannst það alltaf jafn æðislegt þegar ég sagði það. Það var bara gaman. Við borðuðum síðan pizzu og það voru alltaf að koma fleiri og fleiri pizzur. Síðan ákvað Renato og konan hans að koma með stelpurnar sínar, Sofiu og Annchiu, veit ekki alveg hvernig það er skrifað. Þær voru alveg rosalegar dúllur. Þau voru síðan bara að tala ítölsku á fullu og ég skildi ekki neitt :)
Síðan fór ég bara að sofa og svaf til hálf 10 og fór svo með Liu út að labba og við keytpum strætómiða út af því að ég þarf að taka strætó í skólann og svo sýndi hún mér einhvern garð, sem var í eigu einhvers spænsks tónlistarmanns, Gomez.
Það er allt mjög fínt hérna og mér líður vel, ég er pínu feimin við þau en ég vona að það lagist fljótlega, þau eru öll mjög yndisleg :)
1 comments:
Góður pistill Gjúg !! Hlakka til að lesa næsta !! Njóttu í botn !!
Post a Comment