Saturday, January 7, 2012

15 og 16 vika! Jól 2011

jæja, Gleðilegt árið 2012, gæti orðið okkar seinasta ef marka má eitthvað gamalt dagatal, en ég kem heim fyrir 21 desember svo að þið fáið allavena að sjá mig aftur :)

Seinustu dagana fyrir brottför gengu út á það að pakka og allt svoleiðis nema á miðvikudeginum fór ég auðvitað í seinustu ferðina um bæijinn með genginu mínu, hittum nýju stelpuna frá Malasíu, sem verður hérna bara í 2 mánuði, skil ekki fólk sem kemur bara í 2 mánuði, hvað í fjandanum er það að gera, tók mig 2 mánuði bara til að byrja mitt líf hérna, held reyndar að það sé enn á byrjunarstigi. Við allavena fórum á skauta og höfðum gaman, fyrsta skipti sem Carolyn (Malasía) og Maira fóru á skauta þannig að það var ákveðið fjör.
Við og nýja gellan mínus Angela því að hún var veik....


Skautast!

Síðan var það bara brottför upp í fjöll 22. desember, whoop whoop! Það var 4 tíma keyrsla í bíl og svo eyddum við deiginum í að skoða okkur um í Santa Cristina, mjög sætt og lítið þorp. Síðan komu Carolina og Carlo, en við eyddum eftirmiðdeginum í bæ sem heitir Bressanone/Brixen, já það á allt hérna sér 2 nöfn, vegna þess að hér talar fólk Ladin sem er blanda af ítölsku og þýsku, en öll bæjarnöfn eru sögð á bæði þýsku og ítölsku. Bressanone er mjög flottur bær, nema það rigndi á meðan við vorum þarna svo að það skyggði aðeins á ferðina, en við kíktum á markað og svoleiðis shit. Síðan var ferðinni heitið heim, borðuðum canederli (kjötbollur) og würstel (pylsur), verð nú að seigja að ég er enginn rosalegur aðdáandi pylsna en kjötbollurnar voru bara nokkuð góðar...

Fyrsti skíðadagurinn var síðan 23. desember, Þorláksmessa (Enginn sérstakur dagur í Ítalíu). Við fórum hring sem heitir Sellaronde en þeir eru tveir einn grænn og einn appelsínugulur, við fórum þann appelsínugula. En á meðan við vorum að fara þennan hring var mér alltaf frekar ill í löppunum, og þegar við komum heim eftir að hafa skíðast, en í mínu tilfelli brettast, meira en 40 km komst ég að því að skórnir sem ég hafði fengið voru eitthvað skrítinir og ég hafði aldrei ná að reima þá rétt þannig að ég var öll bólgin framan á öklunum og sá ekki fram á að geta farið á bretti mroguninn eftir sem var frekar kaldhæðnislegt því að í fyrsta lagi var ég búin að kaupa kort fyrir alla dagana, en sem betur fer var afgreiðslukonan hjá skíðapössunum svo góð og endurborgaði mér þennan dag, en venjulega er það ekki hægt. Og í öðru lagi daginn eftir var aðfangadagur! dagurinn sem ég hefði akkurat þurft að hafa sem mest að gera án þess að deyja eða eitthvað úr heimþrá.

Óendanlega fallegt, annars eru þetta ég og Micol

Einum of harðar

En þá kom 24. desember, ég hélt að ég mundi deyja, mig langaði heim, var ein heima og sá ekki fram á mjög skemmtilegan dag, en þá fattaði ég að Sigurrós (skiptinemi frá Íslandi) á heima í Bolzano! sem er mjög nálægt, þannig að ég sendi henni sms og spurði hvort að hún væri laus í dag og hún var það, þannig að um hádegið skellti ég mér í hádeigismat til hennar, eftir að hafa fengið mjög mikla hjálp frá konunni sem býr í húsinu sem við erum í, í sambandi við rútur og lestir. En ég komst allavena til Bolzano, ekkert vesen og borðaði hádegismat heima hjá Sigurrósu, síðan eftir það tókum við rölt um bæjinn, þannig að við höfðum báðar félagsskap á aðfangadag, sem var mjög næs, þetta var samt einn skrítnasti aðfangadagur ever. Allir bara sultuslakir, alveg þó nokkuð margir bara á röltinu um bæjinn. Síðan komst ég einnig á heilu og höldnu heim og skellti mér þá til Ortisei með fjölskyldunni, Ortisei er lítill bær rétt hjá Santa Cristina, mjög sætur :) Síðan var komið heim og klukkutíma spjall við Skógarhlíð! Á meðan þau voru að borða, ég opnaði mína pakka og Þórdís opnaði pakkann frá mér :) Hún fékk einkanúmer á nýja bílinn sinn frá mér :) Ég frétti líka það að pabbi er búinn að selja KALLA! Ég á aldrei eftir að fá að keyra pimpara bílinn :/, allavena eftir þetta var bara pasta carbonara, geðveikur jólamatur. Já fjölskyldan mín heldur ekki upp á jólin þannig að það eru eingin sérstök jólahöld hjá mér eða jólagjafir út af því að mamma mín er Votta Jehóvi...  En ég fékk samt jólagjöf frá fóstursystir minni, gordjöös eyrnalokka, hippaband og risa sleikjó. Já og í dag leigði ég nýja brettaskó, svo að ég eyðileggji ekki á mér fæturnar þótt að þeir séu ekkert í úber góðu standi.

Ég fékk að vera með 

Ég og Antonio í Ortisei 


Aðfangadaugur í Ortisei

Þannig að daginn eftir fór ég aftur á brettið, 8 tímar straight allan daginn, við reyndum að fara til fjalls sem heitir Marmolada en leiðin þangað var lokuð, og hvað er svona sérstakt við Marmolada, brekkan niður er heilir 12 km og útsýnið frá toppnum stórkostlegt. Gæti samt ekki hafa verið þreyttari eftir þennan dag!
26. desember var samt æðislegur, stórkostlegt veður, stórkostlegar brekkur, elska skíðaparadísina sem ítölsku Dolomiti fjöllin eru! Um kvöldið var það síðan Happy our með Micol, Carlo og Carolinu. Við erum líka öll kvöldin eiginlega bara búin að vera hafa það kósý og spila rommý, eitt kvöldið meira að segja horfðum við á Múlan en sú frábæra mynd var í sjónvarpinu.

Uppgefin 


Happy our
27. desember var ævintýri, óendanlega gott veður þannig að við fórum á Marmolada, sem er gjöööðveikt fjall, eins og ég var búin að lýsa fyrir ykkur nokkrum línum ofar. Síðan gerðum við þau mistök að stoppa mjööööööög lengi og borða og baða okkur í sólinni þannig að á leiðinni heim föttuðum við það að ekki við mundum tæplega ná seinustu lyftunni heim, en við reyndum og þau einu sem urðu eftir voru ég og Antonio, við höfðum týnt Antonio fyrst en síðan þurfti Carlo að skilja mig eftir því að ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann ekki getað náð í bílinn, ég náði síðan að koma mér einhvernvegin til Selva, og á leiðinni brunaði Antonio fram hjá mér, en ég hafði verið í því að detta og eitthvað gaman á leiðinni, því að seinni part dagsins þá eru allar brekkurnar ógeðslegar svo mikið af fólki búið að fara um, en allavena ég og Antonio vorum föst í Selva með enga síma, eða hann hafði gleymt sínum heima og minn var batteríslaus, já pabbi ég veit hvað þú ætlar að segja, slepptu því. En eftir klukkutíma bið í óvissu komu Lia og Carlo á bílnum og okkur var bjargað, þetta var góður en þreytandi dagur!

On the top of the world - Marmolada

Famelían mín 
kósý matarpása eftir Marmolada

og svona seinasta almennilega skíðadaginn fórum við í brekkurnar hjá Ortisei, mjög gaman fannst mér en hinum fannst brekkurnar ekki nógu góðar, misjafnt smekkur greinilega og um kvöldið tókum við seinasta röltið um Ortisei. Eftir líka að hafa verið étandi bólgueyðandi og berandi á lappirnar krem alla vikuna voru fæturnir mínir loksins orðnir okei.
Seinasta daginn var svo ógeðslegt veður, snjókoma og stormur, þannig að við héldum okkur að mestu leyti í Saslong og Champinoi, sem eru brekkurnar í Selva, sem eru brekkurnar nálægt húsinu okkar, en það var fínt því að við söfnuðum puntkum því að eftir hverja 12 punkta sem maður safnar getur maður sett umslag í kassa og sá sem er dregin út vinnur Porsche, en árið 2005 vann akkurat fjölskyldan mín Porsche! Hversu geðveikt er það! Antonio var samt fyrstur til að gefast upp og seinna ég því að mér tókst að detta ekkert mjög fallega og það endaði tímans míns á bretti þetta árið, en um eftirmiðdaginn kláruðum við að pakka og skiluðum öllu sem við leigðum og á meðan Antonio lagði sig tókum við stelpurnar smá rölt um bæjinn, kíktum á markað og ég keypti nokkra minjagripi, sem eru gjafir handa mömmu og pabba :) og einnig berlínarbollur með bombardi inn í, hahha, síðan var ferðinni heitið heim, og á leiðinni heim tókst Antonio að missa af beygjunni til Mílanó á hraðbrautinni þannig að við vorum aðeins lengur heim en áætlað var.

Val Gardena


Þetta var mitt skíðaævintýri í ítölsku Dolomiti fjöllunum, það var erfitt en óendanlega gaman, rosalegustu jól sem ég hef upplifað, saknaði samt íslensku jólana og ég verð að viðurkenna að oft þegar mér var litið á klukkuna hugsaði ég um hvað ég væri að gera ef ég væri heima þessa stundina, og í þessari ferð runnu mín fyrstu heimþrás tár síðan ég kom, en þau voru bara nokkur :) Veit að þegar ég kem heim næstu jól mun ég njóta þeirra svo miklu betur en öll hin árin, mun svo sannarlega ekki taka sem sjálfsögðum hlut!



Síðan voru það áramótin! Micol fór til Rómar þannig að daginn eftir að við komum heim var hún á fullu að undirbúa sig fyrir það á meðan ég var bara í kósý stund heima, ekki gott veður, frábært veður til að vera að horfa á myndir og svona, líka gott að taka letidaga svona eftir skíðaævintýrið. En á gamlársdag fór ég aftur upp í fjöll nema bara í þetta skipti í fjöllin sem eru nálgæt Lecco og með vinkonum, þegar þangað var komið byrjaði síðan bara áramótapartýið, það var borðað og drukkið og almenn fíflalæti, kynntist helling af fólki og voða gaman :) fór ekki heim fyrr en um eftirmiðdaginn á sunnudaginn 1. janúar. 

Komdu með mér í gamlársteiti!
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár mínir ástkæru lesendur, ef það eru einhverjir!

P.S. Ég vil afsaka allar staðfsetningavillur, innsláttarvillur og autocorrectvillur (þá helst þegar og verður að go)

Tuesday, December 20, 2011

12, 13 og 14 vika!

Vááá, hvað þetta er allt að líða hratt, ætla að skrifa hérna eitt blogg áður en ég fer að skíðast um jólin! Jáh, það eru að koma jól, FUUUUUU

Vika 12....

Jæja í þessari viku gerðist margt skemmtinlegt,

Mánudaginn 28. nóvember kláraði ég bloggið sem ég skrifaði seinast og fór á fund heima hjá bekkjarsystur minni, Marti, en hann var um ferðina til Rómar sem verður í febrúar... Margt áhugavert gerðist og það er pínu fyndið hvað sumir foreldrarnir vilji ekki sleppa takinu af "börnunum" sínum, en við erum að fara ein og þeim finnst það ekki sniðugt, ég meina það er enginn að fara að ræna 20 krökkum í einu, en ef maður á kannski eitt stykki mjög heimskt barn, þá kannski ætti maður að athuga það hvort að maður leyfi því að fara.... Crazy foreldrar.

Þriðjudaginn 29. nóvember fór ég til Mílanó með stjörnufræðibekknum mínum til að sjá eitthvað svona stjörnudæmi (Planitarium), það var fínt, ég reyndar svaf allan tímann í þessu helvítis planitarium en það er allt í lagi, mín afsökun er sú að ég skildi fátt sem ekkert og það var dimmt. Fékk minn fyrsta McDonalds hamborgara líka í þessari ferð, sé ekki hvað það er sem allir sjá við þessa borgara.. Síðan um kvöldið ætlaði ég á blakleik en ég missti auðvitað af helvítis rútunni, en það var bara kósý-kvöld í staðinn.

Miðvikudaginn 30. nóvember gerðist bara þetta venjulega, ítölsku-tími og skemmtilegheit eftir hann með Lecco genginu. Um kvöldið fór ég síðan á æfingu og komst að því að við erum í 1.sæti í deildinni, þannig að Giuls (Júls) kom með pizzur og við eyddum seinni hluta æfingarinnar í að borða og taka myndir, jibbí :)

Alltaf fjör á blakæfingu
Fimmtudaginn 1. desember gerðist ekkert svaka mikið, hækk bara með Angelu mest allan eftirmiðdaginn og við höfðum það kósý

Föstudaginn 2. desember var bíódagur í skólanum, eða við fórum bara í eitt af bíóum bæjarins og fenugm einhvern fyrirlestu um Afríku, fyrst hjá einhverjum lækni sem sýndi okkur fullt af myndum frá spítalanum sem hann vann á í Afríku og síðan einhverjir tveir gaurar sem voru að segja okkur að allt fólkið í Afríku er ekki fátækt, það er líka til venjulegt fólk eins og við eða eitthvað álíka. Síðan horfðum við á Blood Diamond, auðvitað á ítölsku en hún er alltaf jafn góð og síðan var það bara heim. Tók smá eftirmiðsblund og vaknaði með hósta og kvef, eyddi síðan restinni af kvöldinu í að skoða hvaða tónleikar séu í gangi í Mílanó svona á meðan ég er hérna og komst að því að það eru Rihönnu tónleikar 12. des og Red Hot Chillipeppers 11.des en því miður allt uppselt. Síðan tók ég smá spjall við Bjarney, en okkur langaði heim, út af því að Árshátíð MA var í kvöld!!!!!!!!!!! Sakn á MA

Laugardaginn 3. desember gerðist ekkert svaka mikið, kom heim og skoðaði myndir frá því á Árshátíðinni, smá heimþrá stemming í gangi, síðan ætluðum ég og fjölskyldan að fara í ísbúð sem er með allskonar skrítnar bragðtegundir eins og Gorgonzola (myglu-ostur) og eitthvað skemmtilegt :) en það gekk ekki upp þar sem við vissum ekki hvort það væri opið, þannig að það var bara kósý-kvöld.

Sunnudaginn 4. desember fór ég með Mairu og Mareike til Mílanó! Við tókum lestina klukkan 11, vorum komnar til Mílanó um 12 og síðan tók bara við verlsunarferð til klukkan 4! Ég verslaði nú ekki fyrir meira en 16000 kr, og það var alveg þónokkuð mikið sem ég hafði úr kaupunum, Jeeei! Síðan á meðan á þessu stóð hittum við fleiri skiptinema annarstaðar frá Lombardí, mjög gaman og seinni hittum við fleiri frá Mílanó þar á meðal hitti ég Bjarney, mjög fínt að geta spjallað smá á íslensku... 

Efri til vinstri: Lytza (Dómeníska lýðveldið), Karoliina (Finland), Miriam (Danmörk), ég, Mareike (Þýskaland) og Mateja (Króatía)
Neðri til vinstri: Bárbara (Brasilía), Maira (Argentína) og Yinong (Kína)

Síðan um kvöldið tók við fjölskyldudinner (Pizza, pizza, pizza) en önnur fjölskylda frá Mílanó join-aði einnig en hún innihélt kall sem hljóp í New York maraþoninu, flott hjá honum. 

Vika 13

Mánudaginn 5. desember fór ég í skólann... Reyndar ekkert sérstakur dagur nema hitti Angelu og við tókum smá rölt um Lecco, það er alltaf mjög kósý... Síðan um kvöldið ætlaði ég á æfingu en það var víst ekki æfing. 

Þriðjudaginn 6. desember fór ég til Torino! með Liu, Antonio, Micol og Mairu í tilefni þess að það var frí í skólanum eða það var dagur San Nicoló, en allir bæir í Ítalíu eiga sér sinn dýrling og á hverju ári er einn dýlingadagur en það er hátíðardagur í þeim bæ sem dýrlingurinn "tilheyrir".  En allavena Torino er borg ítlaskts súkkulaðis og Fiat. Það var mjög gaman, skoðuðum eitt stykki egypskt safn, sem er btw (by the way) stærsta safn sinnar tegundar fyrir utan safnið í Kairó, Egyptalandi í heiminum... eða það sagði allavena Lia mér, og ég ætla bara að treysta henni. Síðan tók við labb um Torino, og ég sá fullt af skemmtilegu dóti, fór meðal annars með lyftu upp turninn í Torino og vá útsýnið! Síðan á leiðinni heim tók við umferðarteppa dauðans, ferð sem á að taka í mesta lagi 2 og hálfan tíma tók u.m.þ.b 5 tíma takk fyrir pent! Síðan þegar komið var heim ætlaði ég auðvitað að setja myndirnar inn á facebook en tókst að eyða öllum myndunum mínum frá Ítalíu af facebook, þá tók við langur tími í að setja meiri hlutann aftur inn, FML

Faró kallinn 

Eitt stykki múmmía 

Eitt af mörgum áhugaverðum torgum sem við tékkuðum á 

Turninn sem ég fór með lyftu upp 

Torino!

Maira, Micol og ég á einu stærsta torgi sem ég hef séð

Ég að reyna að hafa myndatökuhæfileika...

Miðvikudaginn 7. desember var enginn ítölskutímin þannig að við fórum bara fyrr í bæinn og tók eins og venjulega rölt með gellunum, við erum örugglega núna alltaf bara að fara að hanga á Bar Marchioni, en þar er að finna besta heita súkkulaðið í bænum... Síðan kom Angela með mér heim út af því að hún ætlaði að koma með okkur í ferð daginn eftir til Mantova (Mantua), Lia gaf henni að borða fyrir næsta mánuðinn, síðan skildi ég hana eftir heima á meðan ég fór á æfingu, og síðan þegar ég kom heim var hún spjallandi við fólk á skype og var að því til 2 um nóttina, eða þangað til Lia kom og spurði hvort að við ættluðum ekki að fara að sofa en ég var sofandi við við hliðiná henni á meðan hún var að spjalla við Nýja-Sjáland. 

Fimmtudaginn 8. desember fór ég til Mantova með Liu, Antonio, Mairu og Angelu. En það var frí í skólanum aftur í dag vegna annars dýrlingadags. Mantova kom mjög mikið á óvart, óendanlega flott. Við eyddum allavena deginum að labba um og heppnin var með okkur út af því að það var markaður í gangi :) Við meðal annars smökkuðum heitt súkkulaði með ís, en þá var ísinn settur í staðinn fyrir rjómann, ljúffengt! Við duttum líka í djúpar samræður um dýr og grænmetisætur, mér leið eins og villimanni, þar sem mér er eiginlega alveg sama þótt að ég éti litlu sætu lömbin og að mér finnst feldir flottir, það eina sem ég er á móti er vond meðferð á dýrum... Maira er noktumlega grænmetisæta þannig að hún er á móti öllu sem viðkemur dýrum en Angela er á móti þessu öllu en finnst bara kjöt svo gott að hún gæti ekki mögulega hætt að borða það, jedúddamía...

Mantova!

ég, Angela (Nýja Sjáland) og Maira (Argentína)

3 gerðir af arkitektúr á einu bretti

Það er ennþá haust hjá mér ...
Föstudaginn 9. desember eyddi ég morgninum í að skreppa í blóðprufu og fór síðan í seinustu 3 tímana í skólanum, fjöör. Síðan var ég bara eitthvað að tjilla heima og kláraði meðal annars A Storm of Swords (bók 3 af Game of thrones) og byrjaði á bók 4, A Feast for Crows :)

Laugardaginn 10. desember fór ég í skólann og komast að því að fjölskyldan ætlaði til Como í kvöld, en ég ætlaði að hitta Eleonoru þannig að við ættluðum öll bara að hittast á Piazza Manzoni (Manzoni torgið) klukkan 19:30, já þannig að ég fór og hitti Eleonoru, en þar sem ég rugla alltaf saman 6 (sei) og 7 (sette) í ítölsku þá mætti ég auðvitað klukkutíma fyrr á torgið, og Eleonora farin þannig að ég þurfti að eyða klukkutíma í bænum ein, þannig að ég fór í búð þar sem hún Federica er að vinna, en hún er vinkona úr blakinu og var bara eitthvað að spjalla við hana í klukkutíma, það var ekkert að gera í búðinni hvort sem er... 
      Já síðan um kvöldið fórum við á "pizzeria"í Erba, bara nokkuð góðar pizzur og síðan var ferðinni heitið til Como, en Como er óendanlega flott núna, búið að varpa upp myndum út um allt... Það var mjög kósý stund með Liu, Antonio og Micol ...

Vonandi fattið þið hvað ég er að meina núna með að varpa upp myndum...

Englar fyrir mömmu

Kirkjan

ég, Micol og Antonio við jólatréð

Sunnudaginn 11. desember fór ég síðan til Brescia með AFS, vegna þess að þennan dag er haldið upp á St. Lucia. Við fengum að hitta nýju stelpuna í dag, en hún er frá Ástralíu og verður hérna í 2 mánuði. Ömm já þeir sem fóru frá Lecco voru þar að segja, ég, Angela, Camille, Mareike, Maira, Melissa (nýja gellan), Clarissa (trúnaðarmaðurinn minn) og Letizia (ítölskukennarinn okkar). Þegar til Brescia var komið hittum við flesta hina skiptinemana úr Lombardí, við fegnum smá leiðsögn um Brescia í boði skiptnemanna frá Brescia og síðan var okkur sagt að við værum að fara að taka þátt í skrúðgöngu og þyrftum að vera í búningum sem, jólasveinar eða eitthvað álíka.... Þannig að við fórum öll og klæddum okkur í búninga og löbbuðum síðan um Brescia syngjandi jólalög og gefandi nammi en þetta heppnaðist allt misvel. Síðan fórum við heim, við frá Lecco vorum næstum því búnar að missa af lestinni og en með hlaupum náðum við henni. Ég og Clarissa eignuðumst síðan vini í lestinni, það var reyndar frekar fyndið, við þurftum að setjast við hliðin á tveimur gaurum og vorum eitthvað að tala saman á ensku og þá byrja þeir "Eru þær útlendingar" "Já, þær tala ensku" "Ættum við að tala við þær?" "Ég veit það ekki, ég er ekkert svaka góður í ensku" og þeir héldu svona áfram í smá stund og Clarissa auðvitað að deyja úr hlátri þarna við hliðin á þeim, en ég var svo þreytt að ég nennti ekki að hlusta almennilega, en á endanum sagði Clarissa að hún væri ítölsku og ég frá Íslandi, og síðan var bara eitthvað létt spjall þangað til að við komum á leiðarenda. 
     Síðan þegar ég kom heim var fjölskyldudinner (Pizza, pizza, pizza) en ég var svo þreytt að ég fór bara snemma að sofa. 

Eva sem St. Lucia (Þýskaland), ég sem jólasveinn og Bárbara sem hreindýr (Brasilía)
Lecco gengið ásamt nýjum gengismeðlimi

Vika 14


Mánudaginn 12. desember fór ég í skólann síðan eyddi í öllum eftirmiðdeginum í létt spjall við Ölmu, sem er einhverstaðar upp í fjöllum Ítalíu og við vorum bara eitthvað að spjalla um hvernig við höfðum það hérna. Náði líka að biðja pabba um að senda mér piparköku-uppskriftina hennar mömmu, en ég ætlaði að baka daginn eftir. Síðan var það bara blakæfing og fjör.

Þriðjudaginn 13. desember fór ég í skólann og í skólanum bauð ég Angelu að koma og baka með mér. Þannig að eftir skóla fórum við saman í búðina að leyta af því sem vantaði, komumst að því að það er ekki til venjulegt síróp hérna á Ítalíu, þannig að ég ætla að prófa að nota hunang í staðinn í piparkökurnar. Síðan komum við heim og gerðum mis heppnaða lakkrístoppa og piparkökudeig, sem smakkaðist ekki eins og piparkökudeig... Síðan tókum við smá labbitúr um Lecco og síðan fór ég heim í kvöldmat. 

Miðvikudaginn 14. desember rigndi... En við stelpurnar fórum bara heim til Angelu eftir ítölskutíma, en Melissa ætlaði að koma en kom aldrei, við allavena ákváðum hvað við ætluðum að gera fyrir "talent-show" í jólapartýi AFS sem er á föstudaginn, við lentum í smá rifrildi en ákváðum að syngja 13 dagar jóla á okkar 5 tungumálum (íslenska, enska, þýska, franska og spænska) og segja síðan líka gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár (gleðilegt nýtt ár) á okkar tungumálum. Síðan fór ég um kvöldið á blakleikinn en liðið mitt vann 3-0 :) og síðan var tekin liðsmynd ....

Fimmtudaginn 15. desember eyddi ég öllum skóladeginum í að skrifa jólakortin mín, síðan bakaði ég piparkökurnar þegar ég kom heim, þær heppnuðust bara nokkuð vel, þótt að þær hafi ekki verið alveg eins og piparkökur, meira svona hunangs-piparkökur. Síðan klukkan 5 fór ég í bæinn til að hitta Lecco gengið til að æfa einu sinni fyrir "talent-showið" og fór aftur heim og fór síðan heim til Camillu ásamt Micol og piparkökunum. En við vorum að fara að skreyta jólatréð hennar Camillu. Þegar jólatréð var orðið nógu fallegt fengum við okkur kvöldmat og síðan tók við kósý og spjall. 

Jólatréð, ásamt mér og fóstursystrum mínum, Camillu og Micol

Föstudaginn 16. desember kláraði ég að skrifa jólakortin mín og hætti í skólanum klukkan 1, en ég hætti venjulega klukkan 2 á föstudögum og fór með Micol í bæinn, við fórum og fengum okkur að borða og síðan sýndi hún mér fullt af kúl stöðum í Lecco en á meðan byrjaði að rigna og við aðeins með eina regnhlíf, því að ég er alltaf sami bjáninn og gleymi alltaf regnhlífinni. Ég allavena keypti jólagjöf handa Clarissu og síðan ætluðum við í nammibúðina en hún var lokuð og opnaði ekki nógu snemma og við þuftum að fara heim. Þegar heim var komið gerði ég mig bara til fyrir jólapartýið. Í jólapartýinu var fjör, en mér tókst að hafa mig að fífli í þessu bévítans "talent-showi", en það kemur myndband frá því seinna. En ég þurfti síðan að fara snemma heim út af því að Anna (fósturmamman hennar Mairu) sagði mér að koma með sér heim, og blablabla, þoli ekki þessi konu...

Laugardaginn 17. desember var skóli eins og alltaf, vá hvað ég þoli ekki skóla á laugardögum, en það er reyndar ótrúlegt en satt farið að venjast... Eftir skóla ætlaði ég að hitta Angelu og Margheritu klukkan 3, en klukkan 3 mætti aðeins Angela, við biðum samt í smá stund end Marghe kom ekki, þannig að við sendum henni sms og fórum á Bar Marchioni og fengum okkur heitt súkkulaði þar sem það var drullu kalt, þá sendi Marghe okkur sms um að við ættluðum ekki að hittast fyrr en klukkan 4, vúpps, en hún sagði að hún yrði soldið sein, þannig að ég og Angela tókum smá labbitúr um Lecco og síðan biðum við eftir Marghe og eftir nokkur sms þá sagðist hún vera á leiðinni og sagðist ætla að hitta okkur á einu torginu, en torgið var stappað og við komumst að því að ég var orðin inneignslaus! Þannig að við ættluðum að reyna að finna Marghe en það gerðist ekki, en svo sáum við Önnu (fósturmömmu Mairu) og spurðum hvort að við gæum ekki hringt hjá henni, það tókst og við hittum Marghe klukkan 5. Tókum annan labbitúr um bæinn og svo fórum við bara heim um 6 leitið....

Sunnudaginn 18. desember fór ég með Angelu og fósturmömmu hennar Fröncu, Micol, Camille og Mairu til Milanó. Við tókum lestina klukkan 9, ég, Angela, Micol og Franca ætluðum að taka hana í Lecco og Maira og Camille á öðrum lestarstöðum, en það vildi svo heppilega til að það voru 2 lestar klukkan 9 og okkur tókst að taka lestina sem fer beint til Mílanó með engum stoppum, þannig að Maira og Camille voru í einni lest en við í hinni... En þetta reddaðist allt á endanum en okkur hafði langað að fara í Abercrombie and Fitch en þegar Maira og Camille mættu á svæðið, (þeirra lest var lengur á leiðinni) þá var röðin í Abercrombie orðin svo löng, já það er alltaf röð inn í þessa búð, að við nenntum ekki að bíða. Þannig að við fórum bara í H&M og hinar búðirnar. Síðan komumst við að því að Damir, kærastinn hennar Camille var að koma og við hinar vorum ekkert svaka spenntar, því að þetta átti að vera stelpuferð og Micol og Franca fannst þetta eitthvað skrítið og það endaði með því að þær fóru heim á undan okkur, en það var reyndar bara pínu heppilegt því að þá náði ég að versla jólagjöfina hennar Micol :) Síðan var eitthvað vesen þegar við ættluðum að fara heim, þurftum að bíða í klukkutíma á lestarstöðinni og á meðan kynntumst við frekar skrítnum kalli, pabbi ekki hafa áhyggjur það er allt í lagi, annars var ferðin mjög fín og skemmtileg :) við skemmtum okkur konunglega.... 
      Síðan um kvöldið var fjölskyldudinner (pizza, pizza, pizza) eins og alltaf, og svo bara svefn :)


Já annars bara svona almennt, þá líður mér mjög vel, er samt ekki að fýla jólin hérna, enginn snjór og mjög lítið skreytt og mjög lítið hlustað á jólalög... Já en ég er að fara á skíði svo mér er sama. Sakna samt Íslands alveg svolítið núna, held samt að það verði gott eftir jólin, ekkert vera að gera ykkur upp vonir, ég er ekkert á leiðinni heim. 
Síðan er ítölskukennarinn minn ekkert rosalega hress, út af því að hún segir að okkur sé ekkert að fara nógu vel fram með ítölskuna, meh, mér finnst ég bara vera nokkuð frábær :) 

Vona að ykkur finnist þetta áhugavert, veit að ég hefði litla þolinmæði í að lesa eitthvað sem fólk væri að skrifa um hvað það gerði á hverjum einasta degi... böööh 

<3



XOXO
Guðrún Elín 






Monday, November 28, 2011

9,10 og 11 vika! úllamúlla!

okeei, veit að það er langt síðan seinast og ég er búin að vera að mana mig upp núna síðastlina daga til að byrja að skrifa þetta blogg því að ég veit að það verður langt! Þannig að núna byrja ég.

Föstudagurinn 4. nóvember eða þar sem ég endaði seinast endaði með æfingu og svefn og engri vissu um hvað ég ætlaði að gera daginn eftir....

Þannig að laugardagurinn 5. nóvember byrjaði venjulega og ég sá fram á kósý kvöld með sjálfri mér... En Lia og Antonio fóru með mig út að borða á stað rétt fyrir utan bæinn sem heitir Tiara! Og vá hef aldrei fengið jafn góða pizzu! hún var risastór og einum of góð, þið þarna á Íslandi vitið ekki af hverju þið eruð að missa, ítalskar pizzur eru bara í allt öðrum gæðaflokki en það sem þið hafið þarna heima! En eftir að við kláruðum pizzurnar okkar og ætluðum heim, stoppaði einhver kall okkur, en hann var frá Feneyjum og vildi sína okkur klúbbinn sem var við hliðin á veitingarstaðnum, það ver reyndar enginn þar, en þetta var bara pretty kúl staður, ég fékk að smakka einhvern líkjör (bara eitt lítið glas) frá Napolí held ég, en það var bara allt í lagi, síðan fórum við bara heim ég ég fór að sofa....

Sunnudagurinn 6. nóvember fór í að hafa það kósý basicly, ég las Clash of the kings og kláraði hana, en fyrir þá sem vita það ekki, en það er 2 bók af Game of Thrones seríunni, en serían heitir reyndar með réttu nafni The Song of Ice and Fire og fyrsta bókin heitir Game of Thrones, en allavena seinna um daginn komst ég að því að það var eitthvað að lögnunum en allt skolpið kom upp úr holræsinu í kjallaranum þannig að allan daginn gátum við ekki notað vatn! sem þýðir mjög fáar klósetferðir, engin sturta og engin tannburstun.... En allavena eyddum við öllu kvöldinu í að spila Rommý :)

Öll vikan var frekar busy en mánudagurinn 7. nóvember var mjög venjulegur og skiptir engu máli,

Á þriðjudaginn 8.nóvember varð ég veik í strætónum á leiðinni í skólann þannig að ég fór aftur heim, en batnaði um eftirmiðdaginn, ég veit þetta soundar eins og ég hafi verið að feika veikindi en ég var í alvörunni veik, hélt að það myndi líða yfir mig í strætónum.. um kvöldið fór ég síðan að sjá fyrsta alvöru blakleik liðsins míns, en eins og þið eigið að vita get ég ekki spilað... Þær unnu 3-0

Miðvikudagurinn 9. nóvember var venjulegur skóladagur með ítölsku til 2, en eftir ítölsku tíma fórum við stelpurnar með trúnaðarmönnum okkar að fá okkur pizzur og sátumst við vatnið, en mér tókst að setjast í fuglaskít! (Y) Fengum okkur líka auðvitað ís og komumst að því að ísbúðirnar loka um veturinn! Verstu fréttir í heimi! Um kvöldið fór ég svo með blakliðinu út að borða í boði sponsorsins, en veitingarstaðurinn var mjög fancy 5 rétta máltíð og eins mikið vín og við gátum drukkið, í enda kvöldsins sagði einhver kona í afgreiðslunni á veitingarstaðnum að við værum allar rosalega fallegar en benti síðan á mig og sagði að ég líti út eins og dúkka, en það á víst að vera hrós....  Líka sponsorinn sagði að ef liðið myndi vinna deildina mundi hann bjóða okkur öllum til Parísar yfir eina helgi!!!!!!

Fyrir kvöldverðinn

Fimmtudagurinn 10. nóvember, fór í skólan og eftir skóla kom Angela með mér í strætó út af því að hún var að fara til host-frænda síns og við fengum okkur gelato saman í ísbúðinni í hverfinu mínu og ég hitti frænda hennar Mikiele, en síðan fór ég heim og borðaði og fór heim til Federicu og við horfðum á Breakfast at Tiffany's á ítölsku, þetta er geðveitk krúttleg mynd og það var bara mjög kósý, um kvöldið fór ég síðan í útskriftarveislu hjá liðsfélaga í blakinu, en þetta var eiginlega bara partý, nema það eiginlega sökkaði, en á meðan ég var í partýinu hafði fólk komið heim til að tala við Micol og mig (en ég var ekki þar) því að dóttir þeirra langaði að fara út sem skitpinemi og þau komu með mjög mikið af ís og Lia hafði bakað köku, en þegar ég kom heim fékk ég ís og kvöldinu var bjargað :)

Föstudagurinn 11. nóvember, við horfðum á Sophie Scholl í þýskutíma. Þegar ég kom heim beið mín hjarta þar sem stóð        
11.11.11
2 mesi insieme

En það þýðir að ég hef verið hérna í Lecco í 2 mánðui með fjölskyldunni minni :) 
En þennan dag tók ég smá blund og horfði á Friends ég átti líka að passa Alice og Sofiu í smá stund en þá var Alice brjáluð þannig að það var ekkert úr því, síðan var ég að tala við Önnu og Þórdísi á facebook og þær sögðu mér í hverju þær ætluðu að vera í á Árshátíðinni og þá fékk ég eiginlega mínu fyrstu heimþrá... Mig langar á Árshátíðina! 

Síðan kom laugardagurinn 12. nóvember! Ég ætlaði um kvöldið að fara í miðbæinn og borða kvöldmat með Angelu, Camille, Damir og Morgan en það varð ekkert úr því þar sem Angela gat ekki sagt mér klukkan hvað og hvar við ætluðum að hittast þannig að ég varð bara heima í kvöld og borðaði með fjölskyldunni en Renato, Pati og stelpurnar þeirra komu, einnig Carolina og Carlo, líka Camilla og síðan 2 bræður Liu og konurnar þeirra, við borðuðum pizzur og kanínukjöt :)

Sunnudagurinn 13. nóvember. Lia og Antonio ætluðu að taka mig og Mairu til Piú Monte en Antonio var veikur þannig að við fórum ekki, þá vildi Lia fara út að hjóla með mér og Mairu en ég var nývöknuð og var ekki alveg til í það en breytti síðan um hug en þá var hún farin með Mairu þannig að ég eyddi öllum deginum að læra undir Promessi Sposi prófið sem ég er að fara í á þriðjudaginn. Síðan eyddi í kvöldinu að skoða kjóla á netinu og horfa á sjónvarpið, síðan talaði ég við Ísland á skype! :D aka. foreldrana en þau voru bara mjög hress og eru að fara að senda mér pakka frá Íslandi :)

Mánudagurinn 14. nóvember, fór í skólann og eftir skólann hitti ég stelpu sem heitir Marghe og er 5.C en það er bekkurinn sem ég er með í stjörnufræði, hún er mjög næs og við spjölluðum heil lengi, og eiginlega bara á ítölsku! er svo stolt af sjálfri mér :)

Þriðjudagurinn 15. nóvember, fór ég síðan í Promessi Sposi prófið, en já Promessi sposi er mjög mikilvæg bók í ítölskum bókmenntum, en ég er að lesa hana á ensku og ég tók prófið á ensku en það voru 15 efnispurningar og ég náði að svara þeim öllum mjög vel! Síðan fór ég heim og las Storm of Swords (bók 3 af A Song of Ice and Fire) Síðan um 3 fór ég í bæinn með Mareike, við fengum okkur gelato og spjölluðum saman :), ég keypti mér geðveikt kósý inniskó og kósý klút.

GELATO  

Miðvikudagurinn 16. nóvember, mjög basic byrjun með skóla og ítölsku tíma, síðan fór ég með genginu í bæinn og tókum þetta venjulega á daginn, pizza, gelato og bryggjan við vatnið, eins og alltaf reyndu misáhugaverðir einstaklingar að tala við okkur. Um kvöldið fór ég á blakleik með liðinu, mjög spennandi! en leikurinn endaði 3-2 fyrir hinu liðinu :(

Fimmtudagurinn 17. nóvember, Venjulegur skóladagur! Marghe bauð mér í bíó á Breaking Dawn í kvöld og ég fór með henni og 2 vinkonum hennar, myndin var á ítölsku og ég skildi eignlega allt, GO GUÐRÚN! :)

Föstudagurinn 18. nóvember, Í dag var enginn skóli en við (Intercultura Lecco) áttum að hitta menn frá sjónvarpsstöðinni Rai 3 en í dag áttum við að taka upp viðtöl og eitthvað shit fyrir morgunþátt í sjóvarpinu, en við áttum að skoða safnið um Alessandro Manzoni, en hann skrifði Promessi sposi, við áttum að lesa upp úr Promessi sposi, og síðan fórum við í einhvern leik í miðbænum, eftir útsendinguna fórum við með trúnaðarmönnum okkar á bryggjuna en síðan skiptum við liði skiptinemar og trúnaðarmenn. Við eyddum öllum deginum hérna, og vá sólsetrið við vatnið, ég elska allt hérna, og ekki skemmir fyrir flottir gaurar á kayökum! ;) á æfingunni lærði ég lag liðsins! Heads up fiki fiki þýðir "kynlíf" 

http://www.rai.tv/dl/RaiTV/programmi/media/ContentItem-bd554f67-5517-4c1f-9241-b5aad667737e.html#p=0
Þið getið horft á sjóvarpsútsendinguna hérna, ég held að þetta sem við gerðum er eiginlega í endanum og það er svona 10 mínútur


Laugardagurinn 19. nóvember, skóladagurinn fór í einhverja kyninngu hjá sjálfboðastarfsemi í þróunarlöndum sem heitir Emergency sem eiginlega þýðir bara langur blundur. En ég eyddi deginum með Alessiu (bekkjarsystir mín úr 4.G) , Rosie (bekkjarsystir úr 3.G) og vinkonu Alessiu, það var mjög kósý :)
Um kvöldið ætlaði Micol að djamma en á endanum fór ekki þar sem hún var með hausverk, þannig að við horfum saman á Pride and Predjudice á ítölsku, líka mjög kósý :) Ég líka týndi strætópassanum mínum í dag :/

Sunnudaginn 20. nóvember fór ég með Liu, Antonio og Micol til Como, en myndavélin mín var batteríslaus þannig það urðu engar myndir til úr þessari ferð. En við fórum í 3 ísbúðir þessar 2 fyrstu voru lokaðar og síðan vorum við bara að labba um, og það er allt mjög fallegt þarna eins og allsstaðar í Ítalíu :)
Þegar við komum heim bakaði ég pizzur með Liu og um kvöldið komu allir úr fjölskyldunni að borða :) Allt mjög gott, og ég sagði þeim eitt og annað um íslenskan fisk, en það var aðalega Renato sem vildi vita það út af því að hann hefur komið til Noregs og smakkaði eitt og annað þar, eins og saltfisk og eitthvað shit. En ég útskýrði mest allt á ítölsku :)

Mánudaginn 21. nóvember, fór í skólann með því að svindla mér inn í strætó :$ og svindlaði mér líka inn fyrir heimferðina, þegar ég kom heim, byrjaði ég að reyna að finna út hvað ég ætla að gera fyrir laugardaginn en þá er menningarlegt bíó kvöld og ég byrja þannig á laugardaginn er íslenskt matarboð + bíó. Ég ákvað að gera grjónagraut, bananabrauð og kryddbrauð, og vonandi verður pakkinn frá Íslandi kominn því að þá get ég boðið upp á harðfisk, íslenskt nammi og við getum horft á Mýrina. Ég fór allavena með Camillu(host-systir) í búðina að kaupa allt sem vantaði í það sem ég ætla að gera því að ég ætla að nota vikuna í að prufa allt, svona svo að ég geri ekki eitthvað hryllilegt á laugardaginn... Ég gerði allavena grjónagraut í dag fyrir fjölskylduna í kvöldmat, hann heppnaðist bara mjög vel og þeim fannst hann góður. Það var fundið strætópassann minn! Ég þarf ei lengur að svindla mér inn í strætó, það tekur mjög á taugarnar.

Þriðjudagurinn 22. nóvember, Ég fékk út úr Promessi sposi, ég fékk 8! Úllamúlla! Síðan fór ég heim og horfði á Friends og bjó til bananabrauð, sem heppnaðist mjög vel :) Síðan lék ég við Alice og Sofiu, þær eru svo miklar dúllur :)

Miðvikudagurinn 23. nóvember, Eyddi deginum með genginu, við spjölluðum heillengi, síðan kom ég heim og þá beið mín pakkinn frá Íslandi! NAMMI, HARÐFISKUR, RAUÐA KÁPAn, HVÍTA HÚFAN, JÓLADAGATAL, AFMÆLISGJÖF, JÓLAGJÖF OG FL.! og í kvöld var leikur, mitt blaklið á móti blakliði Micol! Það var mjög gaman, Lia, Antonio og Camilla komu, mitt lið vann 3-0 og núna erum við ásamt 3 liðum í toppsætinu! :) Eftir leikinn borðuðum ið Tiramisu :)


Ég haldandi á mjög litlum hluta pakkans! og er líka í nýju lopapeysunni sem mamma prjónaði handa mér í afmælisgjöf


Fimmtudagurinn 24. nóvember, var ekkert spes, ég kláraði Friends eða þ.e.a.s. horfði á seinasta þáttinn, ég sem hélt að Friends mundi endast til jóla, nú jæja. 
Föstudagurinn 25. nóvember, Venjulegur skóladagur, þegar ég kom heim fór ég að gera Hjónabandssæluna fyrir morgundaginn en á meðan ég var að gera það hringdi Angela og spurði hvort að ég vildi koma í bæinn, þannig að ég kláraði kökuna og fór að hitta hana, við spjölluðum og fengum okkur heitt súkkulaði, ég fékk mér líka seinasta ísinn minn fyrir jól, áður en að ísbúðirnar loka :( síðan fór ég heim og fór á æfingu. 

Laugardagurinn 26. nóvember, Kom heim og byrjaði að baka fyrir kvöldið, bananabrauð og kryddbrauð :), síðan var það bara möndlugrautur, síðan komu allir klukkan 19.00, eða þar að segja Angela, Camille, Maira, Mareike og Daniele var eini sjálfboðaliðinn sem kom, Daniele vann möndlugjöfina en gjöfin var íslenskir peningar, síðan bauð ég upp á harðfisk og nammi, síðan horfum við á Mýrina með enskum texta, ég þurfti samt að stoppa á sumum stöðum og útskýra en flestir skildu í endanum :) Þetta heppnaðist bara mjög vel :)

Vantar bara Liu inn á, en þetta er fólkið sem ég komu í íslenskt teiti :)

Matur! Hér sjáum við meðal annars, nammi, harðfisk, kryddbrauð, bananabrauð og hjónabandssælu

Ég og Maira 


Sunnudagurinn 27. nóvember, Skrifaði þetta blogg og fór síðan í bæinn klukkan 17:00 að hitta stelpu sem heitir Eleonora, en ég hitti hana í afmælispartýinu hjá Clarissu í september, mjög fín stelpa og við röltuðum um og fengum okkur kaffi, spjölluðum og þar sem Guðrún er orðin alveg nokkuð flink (er samt enginn snillingur) í að tala ítölsku þá var eiginlega bara töluð ítalska, og ég náði að halda samræðunum bara nokkuð vel uppi :) Síðan um kvöldið var matarboð þar sem við vinir Liu komu, en ég held að þessir vinir séu líka Votta Jehóvar eins og Lia þar sem við báðum bæn áður en við borðuðum, en það hefur aldrei verið gert áður á meðan ég hef verið hérna... Það var boðið upp á pizzu, pollenta, og íslensku afgangana, sem btw engum fannst vont, einnig harðfisk og kökur. Einni konunni fannst brauðin mín og hjónabandssælan svo gott að hún bað um uppskrifina :) Síðan var það létt spjall á skype við Skógarhlíð 16 

Annars er allt frábært hérna eins og þið vonandi sjáið á þessi bloggi, 

La vita e bella in Italia 



XOXO
Guðrún Elín 

Friday, November 4, 2011

7 og 8 vika

Jæja hér sit ég og er að éta nammihálsmen og er að spá í að skrifa smá blogg um seinustu 2 vikur....

Jæja, byrjum á miðvikudeginum 19. október :) Til hamingju með daginn Anna Bára :* :*
Ég fór í skólann og ítölsku tíma og fór síðan með genginu mínu á kínverskan stað og við átum djúpsteiktan gelato (ís) það var drullu skrítið en gott :) Síðan fórum við heim til að pakka fyrir 6 week camp!

Þann 18. október fór ég ekki í skólann þannig að ég vaknaði klukkan svona 11 og kláraði að pakka og fór síðan þangað sem rútan með öllum hinum skiptinemunum mundi stoppa í Lecco. Síðan fórum við með rútunni til Aprica, sem er lítill bær í fjöllunum :) Í rútunni hitti ég Bjarney og alla hina.
          Þegar við vorum komin til Aprica fengum við að vita í hvaða herbergi við yrðum og ég lennti með stelpu sem heitir Leslie frá Dóminíska Lýðveldinu. Síðan já, var öll helgin með sama prógrammið, vakna klukkan hálf 8, morgunmatur, "oriantation"(Tala um hvernig upplifun okkar hefur verið hérna, fjölskylda, skóli og einnig kynningar á mismunandi löndum), frí tími, þar sem ég hékk helst með krökkunum frá hinum Norðurlöndum, þá helst Bjarney (Ísland), Miriam (Danmörk) og Helenu (Finland), hádeigismatur og síðan var aftur oriantation, frí tími,
kvöldmatur og svo kvöldvaka, síðan áttu allir að fara að sofa klukkan 23.00 en flestir fóru að sofa milli 1-2. Síðan vorum við alltaf inn á milli í einhverjum leikjum eða í labbitúr eða að baka pizzu.
Aprica

Damir (Bosnía) og Dragana (sjálfboðaliði) að baka pizzu

Norðurlöndin
 Efst til vinstri: Helena (Finland) og Birgitte (Noregur)
Neðst til vinstri: Karoliina (Finland), Miriam (Danmörk), Bjarney (Ísland), Petja (Finland), ég og Tea (Noregur)

Oriantation hópurinn minn, Rauði hópurinn!
Síðan var aðal fjörið á laugardagskvöldinu þegar "Talent" showið var, allir þurftu að gera eitthvað og átti það helst að vera eitthvað lýsandi fyrir landið okkar, ég og Bjarney dönsuðum við Bing bang dingalingaling úr Latabæ og gerðum okkur að fíflum haha. En það var mjög gaman og margt flott sem sýnt var þarna. 

Textinn okkar :D

Ég og Bjarney
Síðan á sunnudeginum fórum við öll heim, einhverjir í rútunni vildu að ég gæfi þeim Íslands hálsmenið mitt, þá reyndar sérstaklega einn strákur frá Chile sem var sá eini í búðunum sem kunni ekki ensku, haha, ég lét hann ekki fá það....    En Camille er komin í samband með gaur frá Bosníu, Damir eftir helgina :)

Ég, hálsmenið og Tomas (Chile)
Síðan í vikunni eftir búðirnar var bara skóli eins og venjulega, og basicly það sem ég gerði öðruvísi var að á þriðjudeginum fór ég með Angelu, Mareike og Mairu að kaupa afmælisgjöf í grenjandi rigningu handa Camille en hún átti afmæli á mánudeginum, en það er btw búið að rigna heil mikið núna. Ég og Angela fórum síðan á þriðjudagskvöldinu á kynningu hjá AFS en þar þurftum við að segja frá dvöl okkar hér, ég sökkaði og Angela rokkaði, ég sagði reyndar meira á ítölsku en hún en samt. Á miðvikudeginum héldum við stelpurnar síðan surprise afmælis-hádeigisverð handa Camille, við gáfum henni trefil og armband í afmælisgjöf. 

Afmælis lunch Camille
Camille, Angela, ég, Mareike og Maira
Og svo kom helgin

Laugardaginn 29. október fór ég eftir skóla með Liu, Carolinu og Micol að heimsækja Elisu en hún er svona nokkurskonar fósturdóttir Liu, en hún var að eignast lítinn strák, hitti fullt af fólki þar. Síðan fór ég um kvöldið með Micol og vinkonum hennar á einhvern bar en þar var Bárbara, en hún er skiptinemi frá Brasilíu en við höfðum auðvitað kynnst í Aprica, en hún var með Giorgiu en Bárbara var host-systir Giorgiu þegar Giorgia var sem skiptinemi í Brasilíu. Á barnum var Deep Purple cover band að spila og vá mér fannst eins og ég hefði átt að vera með mömmu og pabba þarna ekki vinkonum. 

Giorgia, Micol, Bárbara og ég


Sunnudaginn 30. október fór ég til Verona, heimaborgar Rómeó og Júlíu, með Liu, Antonio og Micol. Við skoðuðum fullt af hlutum, kíktum í búðir og á markað, en það var einhverskonar haustmarkaður í gangi, úber kúl. Síðan fórum við í lítinn bæ við Garda vatn (sem er stærsta vatn Ítalíu) og vá ég elska haustið hérna, líka bara þessi dagur, mjg fínt veður, og litirnir, er að elska þetta! Um kvöldið fór ég síðan með Angelu í afmæli hjá Mariu (trúnaðarmaður Angelu) það var fínt, soldið kjánalegt því að við þekktum engann, en við vorum bara eitthvað að fíflast við tvær, haha og fórum snemma heim en hún gisti :)

Verona

Ég og Micol hjá markaðinum 

Þýðing : Húsið hennar Júlíu

Svalirnar hennar Júlíu

Brúin í Verona, mynd tekin úr Castelvecchio (Gamli kastalinn)

Castelvecchio

Lago di Garda
Mánudaginn 31. október var enginn skóli því að það var Halloween! En þann dag fórum ég og Angela með Antonio og Liu til Bergamo, en Bergamo skiptist í tvær hæði, ofar er Cittá alta (Gamli bærinn) og fyrir neðan allt hitt, en í gamla bænum býr bara ríkt fólk en það er alveg rosalega fallegt þar. Markmið okkar Angelu var að bragða besta ísinn í bænum en hann var víst á toppnum! Þegar við komum síðan til baka verðlaunuðum við okkur með því að kaupa Crostatine alla Nutella eða Nutella köku. En eins og ég var búin að segja þá elska ég ítalska haustið, litirnir eru æðislegir,ogveðrið er ekki of kalt eða of heitt. Um kvöldið fórum við síðan í Halloween partý! með Micol og tveimur vinkonum hennar en það var fínt, ég og Angela skemmtum okkur allavena dálítið en hinum fannst ekki gaman af því að það var víst allt of mikið af yngri krökkum eða miklu eldra fólki. En þegar stelpurnar gistu hérna eftir partýið. 

Ítalskt haust í hnotskurn

Hliðið að Cittá alta


Bergamo


Ég að drekka úr brunninum sem var þarna


Kapellan


Ítalía í hnotskurn, PIZZA




Nutella kökurnar


Ég og Angela að borða Nutella kökur


Sólsetur í Bergamo 


Fyrir Halloween part


Þriðjudaginn 1. nóbember var heldur ekki skóli, þannig að við sváfum og höfðum það kósý og horfðum á mynd. Stelpurnar fóru síðan heim um 2 leitið. Þá tók við lærdómur fyrir ítölskutímann daginn eftir og síðan hjálpaði ég til við að elda þar sem að öll fjöslkyldan var að koma í mat um kvöldið. Það var önd í matinn og það var úber gott!, síðan var kaka í eftirrétt. 

Miðvikudaginn 2. nóvember fór ég með Lecco gellunum eins og alltaf í bæinn eftir ítölskutíma, nema Mareike komst ekki. Við fórum allavena og fengum okkur Pizzu og gelato :) síðan fórum við og sátumst á bryggjuna við vatnið og vorum bara að spjalla um hvað við ætluðum að gera ásamt því að tala um ástarlíf anda, en það voru endur á vatninu. Við ákváðum að við ætlum allar að fara í fallhlífarstökk áður en dvöl okkar lýkur hérna! En á meðan á þessu spjalli stóð komu einhverjir tveir gaurar og sátust á bryggjuna og voru eitthvað að reyna að tala við okkur en Angela sagði hátt og skýrt "WE DON'T SPEAK ITALIAN ONLY ENGLISH!" en þeir héldu samt áfram að reyna að tala við okkur og Maira var að tala í símann við fósturmömmu sína á ítölsku og þeir heyrðu það og einn var eitthvað að reyna að spurja hana hvar hann gæti pissað, þá helst í vatnið og Angela aftur eitthvað "NO SPAGNOLO, NO ITALIAN" en þá fór gaurinn eitthvað til hliðar og pissaði í vatnið!, þeir hættu síðan að reyna að tala við okkur þegar Angela sagði að hún væri 15 ára. En þá kom annar creepy gaur og settist við hliðin á Angelu og var að reyna að tala við hana og hún eitthvað "WE ONLY SPEAK ENGLISH" og þá reyndi hann að tala á frönsku og við "NOOO, ONLY ENGLISH" en þetta endaði með því að við forðuðum okkur í burtu!

Í gær eða, fimmtudaginn 3. nóvember fór ég í skólann eins og venjulega klukkan 9 og fyrsti tíminn var efnafræði en bekkurinn minn átti að taka próf svo að ég fór bara á bókasafnið að læra, en í tímanum eftir það á ég alltaf að vera á bókasafninu þannig að ég eyddi tveimur tímum á bókasafninu að læra. Svo í frímínútunum hitti ég vini mína, nema að þá sá ég að allir sem voru í 5. bekk voru að fara eitthvað, og ég átti að fara næst í stjörnufræði með 5. bekk, þannig að ég var bara eitthvað "great 3 tímar á bókasafninu og síðan enska" en þá sagði bekkjarsystir mín mér að enskukennarinn væri ekki í dag, þannig að ég fékk að fara heim, pretty næs. 
         Alice var heima þegar ég kom heim þannig að við kláruðum að horfa á Litlu hafmeyjuna en við höfðum verið að horfa á hana svona öðru hverju þegar hún kom í heimsókn undanfarið. En þegar myndin var búin vildi hún horfa aftur á hana og þegar við byrjuðum aftur á myndinni sofnaði hún svona eiginlega í fanginu á mér, hún er svo mikil dúlla! 
         Síðan í hádeginum kom Clarissa og við borðuðum saman en ég hafði ekki séð hana síðan í afmælinu mínu. En hún var nýkomin frá London, við spjölluðum bara eitthvað um hvernig allt gengi hjá mér og ég sagði að allt væri bara ljómandi. Síðan bauð hún mér heim til sín en mamma hennar átti afmæli og ég auðvitað þáði boðið hafi ekkert betra að gera. Í afmælinu hitti ég síðan Brittney og við spjölluðum, átum kökur og drukkum örlítið vín með. Síðan tók ég lestina og strætó heim. 

Dagurinn í dag er bara búinn að vera mjög venjulegur, rigning úti og blakæfing í kvöld. 

Ég er búin að taka eftir því hvað ég er farin að tala meiri ítölsku núna sérstaklega bara í gær! rosa stolt af sjálfri mér, vona að þetta fari að koma núna, en mér finnst ég ekki búin að vera nógu dugleg að læra ítölskuna... 

Vona að allt sé fínt á klakanum en ekki of gaman, sé reyndar ekki hvernig hægt er að hafa það eitthvað úber gott án mín þarna á klakanum, þá helst á Akureyrinni ;)

XOXO
Guðrún Elín