okeei, veit að það er langt síðan seinast og ég er búin að vera að mana mig upp núna síðastlina daga til að byrja að skrifa þetta blogg því að ég veit að það verður langt! Þannig að núna byrja ég.
Föstudagurinn 4. nóvember eða þar sem ég endaði seinast endaði með æfingu og svefn og engri vissu um hvað ég ætlaði að gera daginn eftir....
Þannig að laugardagurinn 5. nóvember byrjaði venjulega og ég sá fram á kósý kvöld með sjálfri mér... En Lia og Antonio fóru með mig út að borða á stað rétt fyrir utan bæinn sem heitir Tiara! Og vá hef aldrei fengið jafn góða pizzu! hún var risastór og einum of góð, þið þarna á Íslandi vitið ekki af hverju þið eruð að missa, ítalskar pizzur eru bara í allt öðrum gæðaflokki en það sem þið hafið þarna heima! En eftir að við kláruðum pizzurnar okkar og ætluðum heim, stoppaði einhver kall okkur, en hann var frá Feneyjum og vildi sína okkur klúbbinn sem var við hliðin á veitingarstaðnum, það ver reyndar enginn þar, en þetta var bara pretty kúl staður, ég fékk að smakka einhvern líkjör (bara eitt lítið glas) frá Napolí held ég, en það var bara allt í lagi, síðan fórum við bara heim ég ég fór að sofa....
Sunnudagurinn 6. nóvember fór í að hafa það kósý basicly, ég las Clash of the kings og kláraði hana, en fyrir þá sem vita það ekki, en það er 2 bók af Game of Thrones seríunni, en serían heitir reyndar með réttu nafni The Song of Ice and Fire og fyrsta bókin heitir Game of Thrones, en allavena seinna um daginn komst ég að því að það var eitthvað að lögnunum en allt skolpið kom upp úr holræsinu í kjallaranum þannig að allan daginn gátum við ekki notað vatn! sem þýðir mjög fáar klósetferðir, engin sturta og engin tannburstun.... En allavena eyddum við öllu kvöldinu í að spila Rommý :)
Öll vikan var frekar busy en mánudagurinn 7. nóvember var mjög venjulegur og skiptir engu máli,
Á þriðjudaginn 8.nóvember varð ég veik í strætónum á leiðinni í skólann þannig að ég fór aftur heim, en batnaði um eftirmiðdaginn, ég veit þetta soundar eins og ég hafi verið að feika veikindi en ég var í alvörunni veik, hélt að það myndi líða yfir mig í strætónum.. um kvöldið fór ég síðan að sjá fyrsta alvöru blakleik liðsins míns, en eins og þið eigið að vita get ég ekki spilað... Þær unnu 3-0
Miðvikudagurinn 9. nóvember var venjulegur skóladagur með ítölsku til 2, en eftir ítölsku tíma fórum við stelpurnar með trúnaðarmönnum okkar að fá okkur pizzur og sátumst við vatnið, en mér tókst að setjast í fuglaskít! (Y) Fengum okkur líka auðvitað ís og komumst að því að ísbúðirnar loka um veturinn! Verstu fréttir í heimi! Um kvöldið fór ég svo með blakliðinu út að borða í boði sponsorsins, en veitingarstaðurinn var mjög fancy 5 rétta máltíð og eins mikið vín og við gátum drukkið, í enda kvöldsins sagði einhver kona í afgreiðslunni á veitingarstaðnum að við værum allar rosalega fallegar en benti síðan á mig og sagði að ég líti út eins og dúkka, en það á víst að vera hrós.... Líka sponsorinn sagði að ef liðið myndi vinna deildina mundi hann bjóða okkur öllum til Parísar yfir eina helgi!!!!!!
Fimmtudagurinn 10. nóvember, fór í skólan og eftir skóla kom Angela með mér í strætó út af því að hún var að fara til host-frænda síns og við fengum okkur gelato saman í ísbúðinni í hverfinu mínu og ég hitti frænda hennar Mikiele, en síðan fór ég heim og borðaði og fór heim til Federicu og við horfðum á Breakfast at Tiffany's á ítölsku, þetta er geðveitk krúttleg mynd og það var bara mjög kósý, um kvöldið fór ég síðan í útskriftarveislu hjá liðsfélaga í blakinu, en þetta var eiginlega bara partý, nema það eiginlega sökkaði, en á meðan ég var í partýinu hafði fólk komið heim til að tala við Micol og mig (en ég var ekki þar) því að dóttir þeirra langaði að fara út sem skitpinemi og þau komu með mjög mikið af ís og Lia hafði bakað köku, en þegar ég kom heim fékk ég ís og kvöldinu var bjargað :)
Föstudagurinn 11. nóvember, við horfðum á Sophie Scholl í þýskutíma. Þegar ég kom heim beið mín hjarta þar sem stóð
Sunnudagurinn 13. nóvember. Lia og Antonio ætluðu að taka mig og Mairu til Piú Monte en Antonio var veikur þannig að við fórum ekki, þá vildi Lia fara út að hjóla með mér og Mairu en ég var nývöknuð og var ekki alveg til í það en breytti síðan um hug en þá var hún farin með Mairu þannig að ég eyddi öllum deginum að læra undir Promessi Sposi prófið sem ég er að fara í á þriðjudaginn. Síðan eyddi í kvöldinu að skoða kjóla á netinu og horfa á sjónvarpið, síðan talaði ég við Ísland á skype! :D aka. foreldrana en þau voru bara mjög hress og eru að fara að senda mér pakka frá Íslandi :)
Þriðjudagurinn 15. nóvember, fór ég síðan í Promessi Sposi prófið, en já Promessi sposi er mjög mikilvæg bók í ítölskum bókmenntum, en ég er að lesa hana á ensku og ég tók prófið á ensku en það voru 15 efnispurningar og ég náði að svara þeim öllum mjög vel! Síðan fór ég heim og las Storm of Swords (bók 3 af A Song of Ice and Fire) Síðan um 3 fór ég í bæinn með Mareike, við fengum okkur gelato og spjölluðum saman :), ég keypti mér geðveikt kósý inniskó og kósý klút.
Fimmtudagurinn 17. nóvember, Venjulegur skóladagur! Marghe bauð mér í bíó á Breaking Dawn í kvöld og ég fór með henni og 2 vinkonum hennar, myndin var á ítölsku og ég skildi eignlega allt, GO GUÐRÚN! :)
Föstudagurinn 18. nóvember, Í dag var enginn skóli en við (Intercultura Lecco) áttum að hitta menn frá sjónvarpsstöðinni Rai 3 en í dag áttum við að taka upp viðtöl og eitthvað shit fyrir morgunþátt í sjóvarpinu, en við áttum að skoða safnið um Alessandro Manzoni, en hann skrifði Promessi sposi, við áttum að lesa upp úr Promessi sposi, og síðan fórum við í einhvern leik í miðbænum, eftir útsendinguna fórum við með trúnaðarmönnum okkar á bryggjuna en síðan skiptum við liði skiptinemar og trúnaðarmenn. Við eyddum öllum deginum hérna, og vá sólsetrið við vatnið, ég elska allt hérna, og ekki skemmir fyrir flottir gaurar á kayökum! ;) á æfingunni lærði ég lag liðsins! Heads up fiki fiki þýðir "kynlíf"
La vita e bella in Italia ♥
Föstudagurinn 4. nóvember eða þar sem ég endaði seinast endaði með æfingu og svefn og engri vissu um hvað ég ætlaði að gera daginn eftir....
Þannig að laugardagurinn 5. nóvember byrjaði venjulega og ég sá fram á kósý kvöld með sjálfri mér... En Lia og Antonio fóru með mig út að borða á stað rétt fyrir utan bæinn sem heitir Tiara! Og vá hef aldrei fengið jafn góða pizzu! hún var risastór og einum of góð, þið þarna á Íslandi vitið ekki af hverju þið eruð að missa, ítalskar pizzur eru bara í allt öðrum gæðaflokki en það sem þið hafið þarna heima! En eftir að við kláruðum pizzurnar okkar og ætluðum heim, stoppaði einhver kall okkur, en hann var frá Feneyjum og vildi sína okkur klúbbinn sem var við hliðin á veitingarstaðnum, það ver reyndar enginn þar, en þetta var bara pretty kúl staður, ég fékk að smakka einhvern líkjör (bara eitt lítið glas) frá Napolí held ég, en það var bara allt í lagi, síðan fórum við bara heim ég ég fór að sofa....
Sunnudagurinn 6. nóvember fór í að hafa það kósý basicly, ég las Clash of the kings og kláraði hana, en fyrir þá sem vita það ekki, en það er 2 bók af Game of Thrones seríunni, en serían heitir reyndar með réttu nafni The Song of Ice and Fire og fyrsta bókin heitir Game of Thrones, en allavena seinna um daginn komst ég að því að það var eitthvað að lögnunum en allt skolpið kom upp úr holræsinu í kjallaranum þannig að allan daginn gátum við ekki notað vatn! sem þýðir mjög fáar klósetferðir, engin sturta og engin tannburstun.... En allavena eyddum við öllu kvöldinu í að spila Rommý :)
Öll vikan var frekar busy en mánudagurinn 7. nóvember var mjög venjulegur og skiptir engu máli,
Á þriðjudaginn 8.nóvember varð ég veik í strætónum á leiðinni í skólann þannig að ég fór aftur heim, en batnaði um eftirmiðdaginn, ég veit þetta soundar eins og ég hafi verið að feika veikindi en ég var í alvörunni veik, hélt að það myndi líða yfir mig í strætónum.. um kvöldið fór ég síðan að sjá fyrsta alvöru blakleik liðsins míns, en eins og þið eigið að vita get ég ekki spilað... Þær unnu 3-0
Miðvikudagurinn 9. nóvember var venjulegur skóladagur með ítölsku til 2, en eftir ítölsku tíma fórum við stelpurnar með trúnaðarmönnum okkar að fá okkur pizzur og sátumst við vatnið, en mér tókst að setjast í fuglaskít! (Y) Fengum okkur líka auðvitað ís og komumst að því að ísbúðirnar loka um veturinn! Verstu fréttir í heimi! Um kvöldið fór ég svo með blakliðinu út að borða í boði sponsorsins, en veitingarstaðurinn var mjög fancy 5 rétta máltíð og eins mikið vín og við gátum drukkið, í enda kvöldsins sagði einhver kona í afgreiðslunni á veitingarstaðnum að við værum allar rosalega fallegar en benti síðan á mig og sagði að ég líti út eins og dúkka, en það á víst að vera hrós.... Líka sponsorinn sagði að ef liðið myndi vinna deildina mundi hann bjóða okkur öllum til Parísar yfir eina helgi!!!!!!
![]() |
| Fyrir kvöldverðinn |
Fimmtudagurinn 10. nóvember, fór í skólan og eftir skóla kom Angela með mér í strætó út af því að hún var að fara til host-frænda síns og við fengum okkur gelato saman í ísbúðinni í hverfinu mínu og ég hitti frænda hennar Mikiele, en síðan fór ég heim og borðaði og fór heim til Federicu og við horfðum á Breakfast at Tiffany's á ítölsku, þetta er geðveitk krúttleg mynd og það var bara mjög kósý, um kvöldið fór ég síðan í útskriftarveislu hjá liðsfélaga í blakinu, en þetta var eiginlega bara partý, nema það eiginlega sökkaði, en á meðan ég var í partýinu hafði fólk komið heim til að tala við Micol og mig (en ég var ekki þar) því að dóttir þeirra langaði að fara út sem skitpinemi og þau komu með mjög mikið af ís og Lia hafði bakað köku, en þegar ég kom heim fékk ég ís og kvöldinu var bjargað :)
Föstudagurinn 11. nóvember, við horfðum á Sophie Scholl í þýskutíma. Þegar ég kom heim beið mín hjarta þar sem stóð
11.11.11
2 mesi insieme
En það þýðir að ég hef verið hérna í Lecco í 2 mánðui með fjölskyldunni minni :)
En þennan dag tók ég smá blund og horfði á Friends ég átti líka að passa Alice og Sofiu í smá stund en þá var Alice brjáluð þannig að það var ekkert úr því, síðan var ég að tala við Önnu og Þórdísi á facebook og þær sögðu mér í hverju þær ætluðu að vera í á Árshátíðinni og þá fékk ég eiginlega mínu fyrstu heimþrá... Mig langar á Árshátíðina!
Síðan kom laugardagurinn 12. nóvember! Ég ætlaði um kvöldið að fara í miðbæinn og borða kvöldmat með Angelu, Camille, Damir og Morgan en það varð ekkert úr því þar sem Angela gat ekki sagt mér klukkan hvað og hvar við ætluðum að hittast þannig að ég varð bara heima í kvöld og borðaði með fjölskyldunni en Renato, Pati og stelpurnar þeirra komu, einnig Carolina og Carlo, líka Camilla og síðan 2 bræður Liu og konurnar þeirra, við borðuðum pizzur og kanínukjöt :)
Sunnudagurinn 13. nóvember. Lia og Antonio ætluðu að taka mig og Mairu til Piú Monte en Antonio var veikur þannig að við fórum ekki, þá vildi Lia fara út að hjóla með mér og Mairu en ég var nývöknuð og var ekki alveg til í það en breytti síðan um hug en þá var hún farin með Mairu þannig að ég eyddi öllum deginum að læra undir Promessi Sposi prófið sem ég er að fara í á þriðjudaginn. Síðan eyddi í kvöldinu að skoða kjóla á netinu og horfa á sjónvarpið, síðan talaði ég við Ísland á skype! :D aka. foreldrana en þau voru bara mjög hress og eru að fara að senda mér pakka frá Íslandi :)
Mánudagurinn 14. nóvember, fór í skólann og eftir skólann hitti ég stelpu sem heitir Marghe og er 5.C en það er bekkurinn sem ég er með í stjörnufræði, hún er mjög næs og við spjölluðum heil lengi, og eiginlega bara á ítölsku! er svo stolt af sjálfri mér :)
Þriðjudagurinn 15. nóvember, fór ég síðan í Promessi Sposi prófið, en já Promessi sposi er mjög mikilvæg bók í ítölskum bókmenntum, en ég er að lesa hana á ensku og ég tók prófið á ensku en það voru 15 efnispurningar og ég náði að svara þeim öllum mjög vel! Síðan fór ég heim og las Storm of Swords (bók 3 af A Song of Ice and Fire) Síðan um 3 fór ég í bæinn með Mareike, við fengum okkur gelato og spjölluðum saman :), ég keypti mér geðveikt kósý inniskó og kósý klút.
![]() |
| GELATO ♥ |
Miðvikudagurinn 16. nóvember, mjög basic byrjun með skóla og ítölsku tíma, síðan fór ég með genginu í bæinn og tókum þetta venjulega á daginn, pizza, gelato og bryggjan við vatnið, eins og alltaf reyndu misáhugaverðir einstaklingar að tala við okkur. Um kvöldið fór ég á blakleik með liðinu, mjög spennandi! en leikurinn endaði 3-2 fyrir hinu liðinu :(
Fimmtudagurinn 17. nóvember, Venjulegur skóladagur! Marghe bauð mér í bíó á Breaking Dawn í kvöld og ég fór með henni og 2 vinkonum hennar, myndin var á ítölsku og ég skildi eignlega allt, GO GUÐRÚN! :)
Föstudagurinn 18. nóvember, Í dag var enginn skóli en við (Intercultura Lecco) áttum að hitta menn frá sjónvarpsstöðinni Rai 3 en í dag áttum við að taka upp viðtöl og eitthvað shit fyrir morgunþátt í sjóvarpinu, en við áttum að skoða safnið um Alessandro Manzoni, en hann skrifði Promessi sposi, við áttum að lesa upp úr Promessi sposi, og síðan fórum við í einhvern leik í miðbænum, eftir útsendinguna fórum við með trúnaðarmönnum okkar á bryggjuna en síðan skiptum við liði skiptinemar og trúnaðarmenn. Við eyddum öllum deginum hérna, og vá sólsetrið við vatnið, ég elska allt hérna, og ekki skemmir fyrir flottir gaurar á kayökum! ;) á æfingunni lærði ég lag liðsins! Heads up fiki fiki þýðir "kynlíf"
http://www.rai.tv/dl/RaiTV/programmi/media/ContentItem-bd554f67-5517-4c1f-9241-b5aad667737e.html#p=0
Þið getið horft á sjóvarpsútsendinguna hérna, ég held að þetta sem við gerðum er eiginlega í endanum og það er svona 10 mínútur
Þið getið horft á sjóvarpsútsendinguna hérna, ég held að þetta sem við gerðum er eiginlega í endanum og það er svona 10 mínútur
Laugardagurinn 19. nóvember, skóladagurinn fór í einhverja kyninngu hjá sjálfboðastarfsemi í þróunarlöndum sem heitir Emergency sem eiginlega þýðir bara langur blundur. En ég eyddi deginum með Alessiu (bekkjarsystir mín úr 4.G) , Rosie (bekkjarsystir úr 3.G) og vinkonu Alessiu, það var mjög kósý :)
Um kvöldið ætlaði Micol að djamma en á endanum fór ekki þar sem hún var með hausverk, þannig að við horfum saman á Pride and Predjudice á ítölsku, líka mjög kósý :) Ég líka týndi strætópassanum mínum í dag :/
Sunnudaginn 20. nóvember fór ég með Liu, Antonio og Micol til Como, en myndavélin mín var batteríslaus þannig það urðu engar myndir til úr þessari ferð. En við fórum í 3 ísbúðir þessar 2 fyrstu voru lokaðar og síðan vorum við bara að labba um, og það er allt mjög fallegt þarna eins og allsstaðar í Ítalíu :)
Þegar við komum heim bakaði ég pizzur með Liu og um kvöldið komu allir úr fjölskyldunni að borða :) Allt mjög gott, og ég sagði þeim eitt og annað um íslenskan fisk, en það var aðalega Renato sem vildi vita það út af því að hann hefur komið til Noregs og smakkaði eitt og annað þar, eins og saltfisk og eitthvað shit. En ég útskýrði mest allt á ítölsku :)
Mánudaginn 21. nóvember, fór í skólann með því að svindla mér inn í strætó :$ og svindlaði mér líka inn fyrir heimferðina, þegar ég kom heim, byrjaði ég að reyna að finna út hvað ég ætla að gera fyrir laugardaginn en þá er menningarlegt bíó kvöld og ég byrja þannig á laugardaginn er íslenskt matarboð + bíó. Ég ákvað að gera grjónagraut, bananabrauð og kryddbrauð, og vonandi verður pakkinn frá Íslandi kominn því að þá get ég boðið upp á harðfisk, íslenskt nammi og við getum horft á Mýrina. Ég fór allavena með Camillu(host-systir) í búðina að kaupa allt sem vantaði í það sem ég ætla að gera því að ég ætla að nota vikuna í að prufa allt, svona svo að ég geri ekki eitthvað hryllilegt á laugardaginn... Ég gerði allavena grjónagraut í dag fyrir fjölskylduna í kvöldmat, hann heppnaðist bara mjög vel og þeim fannst hann góður. Það var fundið strætópassann minn! Ég þarf ei lengur að svindla mér inn í strætó, það tekur mjög á taugarnar.
Þriðjudagurinn 22. nóvember, Ég fékk út úr Promessi sposi, ég fékk 8! Úllamúlla! Síðan fór ég heim og horfði á Friends og bjó til bananabrauð, sem heppnaðist mjög vel :) Síðan lék ég við Alice og Sofiu, þær eru svo miklar dúllur :)
Miðvikudagurinn 23. nóvember, Eyddi deginum með genginu, við spjölluðum heillengi, síðan kom ég heim og þá beið mín pakkinn frá Íslandi! NAMMI, HARÐFISKUR, RAUÐA KÁPAn, HVÍTA HÚFAN, JÓLADAGATAL, AFMÆLISGJÖF, JÓLAGJÖF OG FL.! og í kvöld var leikur, mitt blaklið á móti blakliði Micol! Það var mjög gaman, Lia, Antonio og Camilla komu, mitt lið vann 3-0 og núna erum við ásamt 3 liðum í toppsætinu! :) Eftir leikinn borðuðum ið Tiramisu :)
![]() |
Ég haldandi á mjög litlum hluta pakkans! og er líka í nýju lopapeysunni sem mamma prjónaði handa mér í afmælisgjöf ♥ |
Fimmtudagurinn 24. nóvember, var ekkert spes, ég kláraði Friends eða þ.e.a.s. horfði á seinasta þáttinn, ég sem hélt að Friends mundi endast til jóla, nú jæja.
Föstudagurinn 25. nóvember, Venjulegur skóladagur, þegar ég kom heim fór ég að gera Hjónabandssæluna fyrir morgundaginn en á meðan ég var að gera það hringdi Angela og spurði hvort að ég vildi koma í bæinn, þannig að ég kláraði kökuna og fór að hitta hana, við spjölluðum og fengum okkur heitt súkkulaði, ég fékk mér líka seinasta ísinn minn fyrir jól, áður en að ísbúðirnar loka :( síðan fór ég heim og fór á æfingu.
Laugardagurinn 26. nóvember, Kom heim og byrjaði að baka fyrir kvöldið, bananabrauð og kryddbrauð :), síðan var það bara möndlugrautur, síðan komu allir klukkan 19.00, eða þar að segja Angela, Camille, Maira, Mareike og Daniele var eini sjálfboðaliðinn sem kom, Daniele vann möndlugjöfina en gjöfin var íslenskir peningar, síðan bauð ég upp á harðfisk og nammi, síðan horfum við á Mýrina með enskum texta, ég þurfti samt að stoppa á sumum stöðum og útskýra en flestir skildu í endanum :) Þetta heppnaðist bara mjög vel :)
![]() |
| Vantar bara Liu inn á, en þetta er fólkið sem ég komu í íslenskt teiti :) |
![]() |
| Matur! Hér sjáum við meðal annars, nammi, harðfisk, kryddbrauð, bananabrauð og hjónabandssælu |
![]() |
| Ég og Maira ♥ |
Sunnudagurinn 27. nóvember, Skrifaði þetta blogg og fór síðan í bæinn klukkan 17:00 að hitta stelpu sem heitir Eleonora, en ég hitti hana í afmælispartýinu hjá Clarissu í september, mjög fín stelpa og við röltuðum um og fengum okkur kaffi, spjölluðum og þar sem Guðrún er orðin alveg nokkuð flink (er samt enginn snillingur) í að tala ítölsku þá var eiginlega bara töluð ítalska, og ég náði að halda samræðunum bara nokkuð vel uppi :) Síðan um kvöldið var matarboð þar sem við vinir Liu komu, en ég held að þessir vinir séu líka Votta Jehóvar eins og Lia þar sem við báðum bæn áður en við borðuðum, en það hefur aldrei verið gert áður á meðan ég hef verið hérna... Það var boðið upp á pizzu, pollenta, og íslensku afgangana, sem btw engum fannst vont, einnig harðfisk og kökur. Einni konunni fannst brauðin mín og hjónabandssælan svo gott að hún bað um uppskrifina :) Síðan var það létt spjall á skype við Skógarhlíð 16 ♥
Annars er allt frábært hérna eins og þið vonandi sjáið á þessi bloggi,
XOXO
Guðrún Elín







0 comments:
Post a Comment