jæja, Gleðilegt árið 2012, gæti orðið okkar seinasta ef marka má eitthvað gamalt dagatal, en ég kem heim fyrir 21 desember svo að þið fáið allavena að sjá mig aftur :)
Seinustu dagana fyrir brottför gengu út á það að pakka og allt svoleiðis nema á miðvikudeginum fór ég auðvitað í seinustu ferðina um bæijinn með genginu mínu, hittum nýju stelpuna frá Malasíu, sem verður hérna bara í 2 mánuði, skil ekki fólk sem kemur bara í 2 mánuði, hvað í fjandanum er það að gera, tók mig 2 mánuði bara til að byrja mitt líf hérna, held reyndar að það sé enn á byrjunarstigi. Við allavena fórum á skauta og höfðum gaman, fyrsta skipti sem Carolyn (Malasía) og Maira fóru á skauta þannig að það var ákveðið fjör.
 |
Við og nýja gellan mínus Angela því að hún var veik....
|
 |
| Skautast! |
Síðan var það bara brottför upp í fjöll 22. desember, whoop whoop! Það var 4 tíma keyrsla í bíl og svo eyddum við deiginum í að skoða okkur um í Santa Cristina, mjög sætt og lítið þorp. Síðan komu Carolina og Carlo, en við eyddum eftirmiðdeginum í bæ sem heitir Bressanone/Brixen, já það á allt hérna sér 2 nöfn, vegna þess að hér talar fólk Ladin sem er blanda af ítölsku og þýsku, en öll bæjarnöfn eru sögð á bæði þýsku og ítölsku. Bressanone er mjög flottur bær, nema það rigndi á meðan við vorum þarna svo að það skyggði aðeins á ferðina, en við kíktum á markað og svoleiðis shit. Síðan var ferðinni heitið heim, borðuðum canederli (kjötbollur) og würstel (pylsur), verð nú að seigja að ég er enginn rosalegur aðdáandi pylsna en kjötbollurnar voru bara nokkuð góðar...
Fyrsti skíðadagurinn var síðan 23. desember, Þorláksmessa (Enginn sérstakur dagur í Ítalíu). Við fórum hring sem heitir Sellaronde en þeir eru tveir einn grænn og einn appelsínugulur, við fórum þann appelsínugula. En á meðan við vorum að fara þennan hring var mér alltaf frekar ill í löppunum, og þegar við komum heim eftir að hafa skíðast, en í mínu tilfelli brettast, meira en 40 km komst ég að því að skórnir sem ég hafði fengið voru eitthvað skrítinir og ég hafði aldrei ná að reima þá rétt þannig að ég var öll bólgin framan á öklunum og sá ekki fram á að geta farið á bretti mroguninn eftir sem var frekar kaldhæðnislegt því að í fyrsta lagi var ég búin að kaupa kort fyrir alla dagana, en sem betur fer var afgreiðslukonan hjá skíðapössunum svo góð og endurborgaði mér þennan dag, en venjulega er það ekki hægt. Og í öðru lagi daginn eftir var aðfangadagur! dagurinn sem ég hefði akkurat þurft að hafa sem mest að gera án þess að deyja eða eitthvað úr heimþrá.
 |
| Óendanlega fallegt, annars eru þetta ég og Micol |
 |
| Einum of harðar |
En þá kom 24. desember, ég hélt að ég mundi deyja, mig langaði heim, var ein heima og sá ekki fram á mjög skemmtilegan dag, en þá fattaði ég að Sigurrós (skiptinemi frá Íslandi) á heima í Bolzano! sem er mjög nálægt, þannig að ég sendi henni sms og spurði hvort að hún væri laus í dag og hún var það, þannig að um hádegið skellti ég mér í hádeigismat til hennar, eftir að hafa fengið mjög mikla hjálp frá konunni sem býr í húsinu sem við erum í, í sambandi við rútur og lestir. En ég komst allavena til Bolzano, ekkert vesen og borðaði hádegismat heima hjá Sigurrósu, síðan eftir það tókum við rölt um bæjinn, þannig að við höfðum báðar félagsskap á aðfangadag, sem var mjög næs, þetta var samt einn skrítnasti aðfangadagur ever. Allir bara sultuslakir, alveg þó nokkuð margir bara á röltinu um bæjinn. Síðan komst ég einnig á heilu og höldnu heim og skellti mér þá til Ortisei með fjölskyldunni, Ortisei er lítill bær rétt hjá Santa Cristina, mjög sætur :) Síðan var komið heim og klukkutíma spjall við Skógarhlíð! Á meðan þau voru að borða, ég opnaði mína pakka og Þórdís opnaði pakkann frá mér :) Hún fékk einkanúmer á nýja bílinn sinn frá mér :) Ég frétti líka það að pabbi er búinn að selja KALLA! Ég á aldrei eftir að fá að keyra pimpara bílinn :/, allavena eftir þetta var bara pasta carbonara, geðveikur jólamatur. Já fjölskyldan mín heldur ekki upp á jólin þannig að það eru eingin sérstök jólahöld hjá mér eða jólagjafir út af því að mamma mín er Votta Jehóvi... En ég fékk samt jólagjöf frá fóstursystir minni, gordjöös eyrnalokka, hippaband og risa sleikjó. Já og í dag leigði ég nýja brettaskó, svo að ég eyðileggji ekki á mér fæturnar þótt að þeir séu ekkert í úber góðu standi.
 |
| Ég fékk að vera með |
 |
| Ég og Antonio í Ortisei |
 |
| Aðfangadaugur í Ortisei |
Þannig að daginn eftir fór ég aftur á brettið, 8 tímar straight allan daginn, við reyndum að fara til fjalls sem heitir Marmolada en leiðin þangað var lokuð, og hvað er svona sérstakt við Marmolada, brekkan niður er heilir 12 km og útsýnið frá toppnum stórkostlegt. Gæti samt ekki hafa verið þreyttari eftir þennan dag!
26. desember var samt æðislegur, stórkostlegt veður, stórkostlegar brekkur, elska skíðaparadísina sem ítölsku Dolomiti fjöllin eru! Um kvöldið var það síðan Happy our með Micol, Carlo og Carolinu. Við erum líka öll kvöldin eiginlega bara búin að vera hafa það kósý og spila rommý, eitt kvöldið meira að segja horfðum við á Múlan en sú frábæra mynd var í sjónvarpinu.
 |
| Uppgefin |
 |
| Happy our |
27. desember var ævintýri, óendanlega gott veður þannig að við fórum á Marmolada, sem er gjöööðveikt fjall, eins og ég var búin að lýsa fyrir ykkur nokkrum línum ofar. Síðan gerðum við þau mistök að stoppa mjööööööög lengi og borða og baða okkur í sólinni þannig að á leiðinni heim föttuðum við það að ekki við mundum tæplega ná seinustu lyftunni heim, en við reyndum og þau einu sem urðu eftir voru ég og Antonio, við höfðum týnt Antonio fyrst en síðan þurfti Carlo að skilja mig eftir því að ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann ekki getað náð í bílinn, ég náði síðan að koma mér einhvernvegin til Selva, og á leiðinni brunaði Antonio fram hjá mér, en ég hafði verið í því að detta og eitthvað gaman á leiðinni, því að seinni part dagsins þá eru allar brekkurnar ógeðslegar svo mikið af fólki búið að fara um, en allavena ég og Antonio vorum föst í Selva með enga síma, eða hann hafði gleymt sínum heima og minn var batteríslaus, já pabbi ég veit hvað þú ætlar að segja, slepptu því. En eftir klukkutíma bið í óvissu komu Lia og Carlo á bílnum og okkur var bjargað, þetta var góður en þreytandi dagur!
 |
| On the top of the world - Marmolada |
 |
| Famelían mín |
 |
| kósý matarpása eftir Marmolada |
og svona seinasta almennilega skíðadaginn fórum við í brekkurnar hjá Ortisei, mjög gaman fannst mér en hinum fannst brekkurnar ekki nógu góðar, misjafnt smekkur greinilega og um kvöldið tókum við seinasta röltið um Ortisei. Eftir líka að hafa verið étandi bólgueyðandi og berandi á lappirnar krem alla vikuna voru fæturnir mínir loksins orðnir okei.
Seinasta daginn var svo ógeðslegt veður, snjókoma og stormur, þannig að við héldum okkur að mestu leyti í Saslong og Champinoi, sem eru brekkurnar í Selva, sem eru brekkurnar nálægt húsinu okkar, en það var fínt því að við söfnuðum puntkum því að eftir hverja 12 punkta sem maður safnar getur maður sett umslag í kassa og sá sem er dregin út vinnur Porsche, en árið 2005 vann akkurat fjölskyldan mín Porsche! Hversu geðveikt er það! Antonio var samt fyrstur til að gefast upp og seinna ég því að mér tókst að detta ekkert mjög fallega og það endaði tímans míns á bretti þetta árið, en um eftirmiðdaginn kláruðum við að pakka og skiluðum öllu sem við leigðum og á meðan Antonio lagði sig tókum við stelpurnar smá rölt um bæjinn, kíktum á markað og ég keypti nokkra minjagripi, sem eru gjafir handa mömmu og pabba :) og einnig berlínarbollur með bombardi inn í, hahha, síðan var ferðinni heitið heim, og á leiðinni heim tókst Antonio að missa af beygjunni til Mílanó á hraðbrautinni þannig að við vorum aðeins lengur heim en áætlað var.
 |
| Val Gardena |
Þetta var mitt skíðaævintýri í ítölsku Dolomiti fjöllunum, það var erfitt en óendanlega gaman, rosalegustu jól sem ég hef upplifað, saknaði samt íslensku jólana og ég verð að viðurkenna að oft þegar mér var litið á klukkuna hugsaði ég um hvað ég væri að gera ef ég væri heima þessa stundina, og í þessari ferð runnu mín fyrstu heimþrás tár síðan ég kom, en þau voru bara nokkur :) Veit að þegar ég kem heim næstu jól mun ég njóta þeirra svo miklu betur en öll hin árin, mun svo sannarlega ekki taka sem sjálfsögðum hlut!

Síðan voru það áramótin! Micol fór til Rómar þannig að daginn eftir að við komum heim var hún á fullu að undirbúa sig fyrir það á meðan ég var bara í kósý stund heima, ekki gott veður, frábært veður til að vera að horfa á myndir og svona, líka gott að taka letidaga svona eftir skíðaævintýrið. En á gamlársdag fór ég aftur upp í fjöll nema bara í þetta skipti í fjöllin sem eru nálgæt Lecco og með vinkonum, þegar þangað var komið byrjaði síðan bara áramótapartýið, það var borðað og drukkið og almenn fíflalæti, kynntist helling af fólki og voða gaman :) fór ekki heim fyrr en um eftirmiðdaginn á sunnudaginn 1. janúar.
 |
| Komdu með mér í gamlársteiti! |
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár mínir ástkæru lesendur, ef það eru einhverjir!
P.S. Ég vil afsaka allar staðfsetningavillur, innsláttarvillur og autocorrectvillur (þá helst þegar og verður að go)
0 comments:
Post a Comment