Afsakið hvað þetta kemur seint, þar að segja ef einhver er að lesa þetta, líður eins og svolitlum lóner svona þegar ég hef ekki hugmynd um hvort að fólk hafi áhuga á lífi mínu :)
Ég fór allavena til Mílanó laugardaginn 1. október. Það var úber mikið fjör, eða við fengum allavena að sleppa einum skóladag :) Ég, Mareike og Maria fórum allar saman með lestinni til Mílanó og hittum einn AFS-gaur, hann Marco og eftir það hittum við fleiri skiptinema frá Lombardí. Við löbbuðum að Bandaríska sendiráðinu og þar ákváðu sjálfboðaliðarnir að bíða eftir skiptinemunum frá Milanó sem var frekar fyndið því að við fórum í "energizer" leiki og þarna voru gaurar í hermannbúningum eitthvað smeykir. Milanó krakkarnir komu allavena síðan, þar á meðal Bjarney. Við urðum eiginlega alveg himinlifandi að fá að tala íslensku en það kom fyrir að Bjarney byrjaði allt í einu að tala við mig á ensku og ég bara whaat!, en síðan báðu hinir krakkarnir okkur að hætta að tala íslensku þar sem þau skildu auðvitað ekki rass. Ég hitti líka ferðafélagana úr lestinni sem við tókum frá Róm til Milanó, þau Klöru og Yuan (Rúbix cube gaurinn). Við vorum allavena bara eitthvað að labba um miðbæinn í Milanó og Yuan sagði okkur kínverska brandara sem voru svo miklir fimmaurabrandarar! eins og "einu sinni var banani að labba og allt í einu rann hann" Ég og Bjarney dóum nærrum því sérstaklega Bjarney.
Þegar við áttum svo að gera það sem við komum til að gera, þ.e.a.s við áttum að vera í úber gulum AFS bolum fyrir framan dómkirkjunna í Milanó á laugardegi (=fullt af fólki) og þegar einhver flautaði áttum við að frjósa í 1 og hálfa mínútu og síðan var flautað aftur þá áttum við að byrja að lesa, btw ég las fyrsta kaflann í Njálu, og svo þegar við vorum búin að lesa í 1 mínutu var flautað aftur og allir áttu að hrópa CIAO PRAGHA. Þetta var alveg lúmskt gaman, en síðan datt sjálfboðaliðunum að fara í "energizer" leik fyrir framan kirkjunna, það var reyndar alveg lúmskt gaman en líka vandræðalegt, en "energizer" leikurinn gekk út á það að við stóðum öll í röðum og sjálfboðaliðarnir öskruðu "LEFT, LEFT, RIGHT, LEFT, LEFT, RIGHT" og allir þurftu að marsera, síðan öskruðu þeir "LET ME SEE YOUR FUNKY CHIKEN" og þá öskruðum við til baka "WHAT DID YOU SAY" og þá öskurðu þeir hitt aftur og við aftur á móti þá öskruðu hinir "I SAID, OHH-AH-AH-AHH-OHH" og þá gerðu allir einhvern funky kjúklingadans. Einnig var Paris Hilton, api, krókódíll, rússi, dansa cuduro og fl fleppað.
Eftir þetta fórum fór ég með nokkrum krökkum á kaffihús og við biðum eftir að geta farið með lestinni heim.
En hér er myndband sem ég fann frá þessum degi...
Ég fór allavena til Mílanó laugardaginn 1. október. Það var úber mikið fjör, eða við fengum allavena að sleppa einum skóladag :) Ég, Mareike og Maria fórum allar saman með lestinni til Mílanó og hittum einn AFS-gaur, hann Marco og eftir það hittum við fleiri skiptinema frá Lombardí. Við löbbuðum að Bandaríska sendiráðinu og þar ákváðu sjálfboðaliðarnir að bíða eftir skiptinemunum frá Milanó sem var frekar fyndið því að við fórum í "energizer" leiki og þarna voru gaurar í hermannbúningum eitthvað smeykir. Milanó krakkarnir komu allavena síðan, þar á meðal Bjarney. Við urðum eiginlega alveg himinlifandi að fá að tala íslensku en það kom fyrir að Bjarney byrjaði allt í einu að tala við mig á ensku og ég bara whaat!, en síðan báðu hinir krakkarnir okkur að hætta að tala íslensku þar sem þau skildu auðvitað ekki rass. Ég hitti líka ferðafélagana úr lestinni sem við tókum frá Róm til Milanó, þau Klöru og Yuan (Rúbix cube gaurinn). Við vorum allavena bara eitthvað að labba um miðbæinn í Milanó og Yuan sagði okkur kínverska brandara sem voru svo miklir fimmaurabrandarar! eins og "einu sinni var banani að labba og allt í einu rann hann" Ég og Bjarney dóum nærrum því sérstaklega Bjarney.
Þegar við áttum svo að gera það sem við komum til að gera, þ.e.a.s við áttum að vera í úber gulum AFS bolum fyrir framan dómkirkjunna í Milanó á laugardegi (=fullt af fólki) og þegar einhver flautaði áttum við að frjósa í 1 og hálfa mínútu og síðan var flautað aftur þá áttum við að byrja að lesa, btw ég las fyrsta kaflann í Njálu, og svo þegar við vorum búin að lesa í 1 mínutu var flautað aftur og allir áttu að hrópa CIAO PRAGHA. Þetta var alveg lúmskt gaman, en síðan datt sjálfboðaliðunum að fara í "energizer" leik fyrir framan kirkjunna, það var reyndar alveg lúmskt gaman en líka vandræðalegt, en "energizer" leikurinn gekk út á það að við stóðum öll í röðum og sjálfboðaliðarnir öskruðu "LEFT, LEFT, RIGHT, LEFT, LEFT, RIGHT" og allir þurftu að marsera, síðan öskruðu þeir "LET ME SEE YOUR FUNKY CHIKEN" og þá öskruðum við til baka "WHAT DID YOU SAY" og þá öskurðu þeir hitt aftur og við aftur á móti þá öskruðu hinir "I SAID, OHH-AH-AH-AHH-OHH" og þá gerðu allir einhvern funky kjúklingadans. Einnig var Paris Hilton, api, krókódíll, rússi, dansa cuduro og fl fleppað.
Eftir þetta fórum fór ég með nokkrum krökkum á kaffihús og við biðum eftir að geta farið með lestinni heim.
En hér er myndband sem ég fann frá þessum degi...
Sunnudaginn 2. október fór ég á ströndinua við vatnið með Liu og Antonio, en þetta var seinasti sundspretturinn í vatninu þetta sumarið, það var æði ég lá í sólbaði, hlustaði á Ipodinn og las Game of Thrones :)
Á mánudaginn 3. október fór ég svo í nýja bekkinn minn :), hann er mjög fínn er í 4G sem er þýsku bekkur og ég fæ að sleppa eðlisfræði, ítölsku bókmenntum og latínu í þessum bekk en í staðinn er ég í ítölskum bókmenntum í gamla bekknum og í stjörnufræði í 5C, haha :)
Vikan fór svo öll í það að fara í skólann, kynnast bekkjarfélögunum og fara á blakæfingar :), nema föstudagskvöldið var AFS-fundur hjá Marco og vegna hans, missti ég af fyrsta blak-leiknum mínum. En fundurinn var fínn, hitti Clarissu og hinar skiptinema stelpurnar :) við vorum bara eitthvað að spjalla við Daniele um hvernig allt væri og skrifuðum á blað hvað við værum ánægðar með og ekki ánægðar með og hvað okkur fyndist ruglingslegt. Við fórum líka yfir AFS-reglurnar í hudraðasta og fimmta skiptið og hittum nýja ítölsku kennararnn okkar, en fram með mánudeginum 10. október verðum við í ítölskutímum 2 í viku 2 tíma í senn á mánudögum og miðvikudögum :) Við borðuðum líka köku...
Laugardagurinn 8. október byrjaði eins og venjulegur laugardagur í Ítalíu, vaknaði og fór í skólann, ég fór reyndar á AFS-kynningu í skólanum þar sem sjálfboðaliðarnir voru að kynna AFS í skólanum mínum, ég, Angela og Maira vorum sýningargripir á þeirri kynningu.
Klukkan 5 ætlaði ég síðan að hitta Clarissu, þannig að ég fór með strætó í bæinn, nema þegar ég ætlaði út úr strætónum voru einhverjir gangster gaurar með bjór aftast í strætónum, eitthvað að reyna að kalla á mig, sem mér fannst nú frekar óþægilegt og dreif mig út og hitti Clarissu, hún sagði að hún ætlaði að taka mig á rúnt um Lecco á vespunni sinni og seinna ætluðum við að hitta Brittney. Fyrsta vespuferðin mín var ruusaleg, reyndum að villast en náðum alltaf að finna réttu leiðinna og síðan hittum við Brittney í Meridiana shopping center, sem er mall-ið í Lecco. Mér tókst að finna mér úber flotta skó á 4000 kall, mjög glöð með fyrstu skókaupin mín í Lecco :)
Eftir það ætlaði Lia að koma að sækja okkur þar sem ég var búin að bjóða Clarissu í pizzu heima hjá mér, Lia ætlaði líka að skutla Brittney í leiðinni en sagðist þurfa að skreppa upp í Ballabio að sækja eitthvað í húsið okkar í fjöllunum, en það sem ég vissi ekki var að Micol var búin að skipuleggja surprise afmælisveilsu handa mér og þarna voru allar skiptinema-stelpurnar nema Camille og sjálfboðiliðarnir nema sjálboðilinn hennar Angelu, þetta var geggjað, við djömmuðum langt fram á nótt og ég ekkert smá ánægð :D :D :D
![]() |
| Allar nema Clarissa sem var að taka myndina <3 |
![]() |
| Já það var fjör :) |
Sunnudaginn 9. október tókum við síðan til og fórum heim eftir lítinn svefn um nóttina, Maira kom með mér heim af því að host-mamma hennar var að gera eitthvað. Liu datt þá í hug að fara með okkur upp í skóg en þau sögðu að gangan þangað væri ekkert mál þannig að ég fór létt í skapi í hressandi "létt-göngu" en svo var ekki, þetta var næstum eins og fjallganga nema reyndar stutt útgáfa, drullu bratt! en þegar við komum á áfnagastað, þar sem voru bekkir og borð úr viði og útigrill greinilegt að þau fara oft þangað, við hittum líka þar bróðir Liu og konuna hans og einnig systur konunnar og manninn hennar, þau eiga hund sem heitir Tricky en hann var eitthvað mjög hrifinn af Liu þar sem hann var alltaf að reyna að hömpast á löppinni hennar. Við borðuðm allavena hádegismat þarna og höfðum það kósy, týndum líka kastaníuhnetur og ristuðum og borðuðum, síðan vorum við bara eitthvað að slaka á þegar hópur og geðveikt ljótum kindum komu og þær voru með svona bjöllur um hálsinn þannig að það heyrðist langar leiðir þegar þær hlupu af stað.
Síðan fórum við heim og Maira borðaði með okkur pizzu en allir í fjölskyldunni komu nema Patrica og stelpurnar hennar og Renatos, Aliche og Sofia.
![]() |
| Skógurinn |
Á mánudaginn 10. október var fyrsti ítölskutíminn hjá Letichu, hún er mjög fín. Við ákváðum líka að eftir ítölskutímann á miðvikudaginn skildum við stelpurnar fara saman og fá okkur hádegismat og hanga eitthvað. Þegar ég kom heim, bakaði ég hjónabandssælu af því að ég ætlaði að fara með hana í skólann daginn eftir þar sem að þá átti ég afmæli.
Á Þriðjudaginn 11. október átti ég AFMÆLI! ég fór með kökuna mína í skólann og í hléinu fengu allir sér smá smakk, Angela, Mareike, Federika og hinar stelpurnar komu líka og fengu smakk, Federika og Francesca gáfu mér líka afmælisgjöf, Hippaband og muffins :D, það fannst öllum kakan mjög góð, eða ég held það, síðan tók bara við venjulegur kósý dagur þar sem ég var búin að fá mína afmælisveislu, ég reyndar spjallaði við Dísu skvísu á skype og hún var bara hress, þar sem hún var komin með bílpróf :)
Ég er allavena hér eftir 17 ára og Þórdís komin með bílpróf, whoop whoop.
Miðvikudaginn 12. október fór ég í skólann og í ítölskutíma, þar bauð Leticha okkur að sjá ballet í Scala á laugardaginn og auðvitað ætla ég, við ætlum allar nema Mareika. Eftir ítölskutímann fórum ég, Mareike, Maira, Angela og Camille að borða hádeigismat, við fengum okkur svona samanbrottna pizzu og auðvitað gelato í eftirrétt, síðan þegar við vorum bara eitthvað að labba hittum við stelpurnar sem eru hérna með Rotary (önnur skiptinema samtök) og þær sögðu okkur að þær væri að fara hitta krakka sem bjuggu í Milanó og örðum bæjum í kring, þær buðu okkur að koma með og auðvitað sögðum við já, en fyrst ætluðum við að fara í nammibúðina :) Þannig að við eyddum deginum í að hanga við vatnið með hinum krökkunum en þau eru öll frá enskumælandi löndum nema ein er frá Þýskalandi, felst eru frá Bandaríkjunum og einn gaur frá Californiu sagði "zup" og mér fannst það svo skrítið eitthvað því að ég veit ekkert hvað maður seigir þegar fólk seigir "whats'up (zup)", síðan voru líka einhverjir frá Ástralíu, Canada og Suður-Afríku.
Um kvöldið var síðan blakleikur en hálfvitinn ég hafði gleymt íþróttatöskunni minni í skólanum, en í henni voru skórnir mínir þannig að ég gatt ekki verið með, en þetta var "vina-leikur" ekki alvöru leikur þannig að já ég hefði getað spilað líka! Áður en leikurinn byrjaði sungu þær afmælissönginn fyrir mig, haha, en eins og alltaf varð ég hálfvandræðaleg :$
Stelpurnar töpuðu 2-1 en þá hættu þær þar sem æfingin var búin að það munaði mjög litlu að við unnum, þær sögðu mér líka að ef ég mundi ekki koma með köku á föstudaginn mundu þær láta mig sko finna fyrir því.
Fimmtudagurinn 13. október gekk var bara nokkuð venjulegur nema ég hitti ensku kennarann minn í fyrsta skipið og hún lét mig í helmingnum af tímanum skýra út íslenskar bókmenntir og ég reyndi að útskýra Brennu-Njálssögu og norræna goðafræði (Snorra-Eddu) en þegar ég var að bera fram nöfn eins og Hallgerður sagði hún öllum al hlusta vel á framburðinn minn þar sem hann væri eins og forn germanskur framburður (Y)
Þegar ég kom heim beið mín afmælispakki frá Dóru Siggu! :D Hann innihélt Köku og brauð uppskriftabók Disney!, tvær plötu af Pipp, Eitt Nizza stykki og súkkulaðinammipoka úr Hagkaup!!! Enn og aftur TAKK DS :*
Föstudaginn 14. október bakaði ég síðan kökuna fyrir blakið, nema ég notaði óvart ekki smjörlíki heldur eitthvað annað feiti, en það var enginn svaka munur á kökunni en sú sem er með smjörlíkinu er betri ...
Stelpurnar voru mjög ánægðar með kökuna, en við borðuðum hana eftir alveg ömurlega æfingu.
Laugardaginn 15. október fór ég í skólann og eftir skólann komu Maira og Angela með mér heim og við fengum pizzu í hádegismat :) Við ætluðum allar að gera okkur til saman fyrir Scala!!! Camille kom síðan eftir á, við vorum bara eitthvað að taka okkur til, hlusta á tónlist og ég leyfði þeim að smakka íslenskt nammi, Angelu fannst trompbitarnir sem leyndust í nammipokanum frá Dóru Siggu svo góðir að hún bað mig um að biðja ykkur heima að senda mér tonn af þeim með næsta pakka ;)
Síðan fórum við allar sætar og fínar í rútuna, en 4 stelpur frá Rotary voru líka að fara, Asia, Jordan, Jule og Campbell (Campbell er reyndar ekki hérna með Rotary) og líka fullt af örðum ítölsku stelpum úr sama skóla og Rotary stelpurnar eru í. Þegar við komum til Milanó fórum við strax að fá okkur að borða, steplurnar vildu allar fara á McDonalds þannig að þangað fórum við og ég fékk mína al fyrstu McDonalds máltíð í lífi mínu, þetta er mesta rusl sem ég hef smakkað....
En þegar við vorum ennþá í röðinni sögðu kennararnir okkur að það væru aðeins 15 mínútur þangað til ballettinn byrjaði og við bara WHAAT! og þær sögðu að ef við værum ekki komnar í tíma myndum við missa af sýningunni þar sem engum væri hleypt inn í Scala eftir áætlaða tímasettningu, þannig að við eiginlega borðuðum kvöldmatinn okkar á hlupum og rétt komumst inn áður en það lokaði! Fjúff
Ballettinn hét Raymonda og þetta var ógeðslega kúl, Scala bara fyrst og fremst bara alltof flott en síðan voru búningarnir ótrúlega flottir og einnig öll sýningin. Ballettinn var 3 klukkutímar í heild en skiptist í 3 parta, fyrsti parturinn og annar parturinn var held ég um að Tveir gæjar voru að reyna að vinna hjara Raymondu eða einn gaurinn (riddarinn) var löngu búinn að því en einhver arabi var að reyna að stela henni en í endanum kemur riddarinn heim en hann hafði verið í burtu á meðan arabinn var að reyna að stela Raymondu, riddarinn skorar arabann á hólm og vinnur. Þriðji parturinn var held ég um bara Raymindu og riddarann hennar, þau voru annaðhvort að gifta sig eða bara halda upp á eitthvað.
![]() |
| Angela (Nýja Sjáland), Camille (Canada), ég, Asia (Canada), Jordan (Canada), Maira (Argentína), Campbell (Bandaríkin) og Jule (Þýskaland) |
Sunnudaginn 16. október var síðan AFS-hittingur upp í skógi á sama stað og ég fór seinasta sunnudag. Ég fór með fjölskyldunni minni á undann og hitti fleiri bræður Liu og fjölskyldur þeirra, Maira kom með okkur vegna þess að hún hafði gist hjá okkur eftir að við komum heim frá Scala. Við borðuðum hádegismat og höfðum það kósý, þau smökkuðu líka þá í fyrsta skipti harðfisk og þeim fannst hann bara mjög góður :D síðan um 15.00 komu AFS-ararnir en þá fóru hin flest. Ég leyfði þeim líka að prufa harðfiskinn, Angela var sú eina sem spítti honum út úr sér, hinum fannst hann góður og Camille vildi líka að ég gæfi sér einn pakka :) En við spjölluðum og borðuðum kökur og kastaníuhnetur. Við fórum líka í leik, sem er mjög líkur höfðingjaleik og það var Evrópa á móti Ameríku. Leikurinn endaði í jafntefli og ég hef aldrei verið jafn góð í þessum leik, bjargaði liðinu mínu frá glötun :)
![]() |
| AFS Lecco - sjálfboðaliðar og skiptinemar |
Seinustu daga hef ég eiginlega bara verið að bíða eftir fimmtudeginum en þá fer ég í oriantation camp í 4 daga og hitti alla hina skiptinemana í Lombardí :) Það er búið að kólna mjög hratt núna og mér er eiginlega bara frekar kalt á nóttunum og ég er byrjuð að nota lopapeysuna mína (Y)
Á morgun eftir ítölskutíma er ég síðan að fara með skiptinema-stelpunum á kínverskan stað í hádeginu og við ætlum að prófa djúpsteiktann gelato! en stelpurnar frá Rotary hafa smakkað það og segja að ísinn inn í sé harður og kaldur en þetta djúpsteika utan um sé heitt! Veit ekki hvernig það virkar en þær sögðu að það væri geðveikt gott :) Við skiptinema-stelpurnar höfum líka ákveðið að eftir hvern ítölskutíma á miðvikudögum ætlum við að borða saman hádegismat og tjilla :)
XOXO
Guðrún Elín ♥








0 comments:
Post a Comment