Sælt veri fólkið, ég er búin að ákveða að reyna að skella nýju bloggi inn á hverjum föstudegi, allavena núna, verður örugglega eitthvað minna um það þegar líða tekur á dvölina...
Seinasta laugardag fór ég aftur til Milanó, núna reyndar með bara með host-mömmu og pabba og Micol. Við keyptum kaffi í Nespresso, en þau sögðu að fólk hvaðan að úr heiminum kæmi í þessa búð til að drekka kaffið þaðan. Við fórum líka í Zöru, en það voru eiginlega bara vetrarföt þar og ég var ekki í neinu stuði til að versla hlý föt. Þegar það var búið keyptum við gelato, lítið sem þarf að gera til að hafa mig sátta, haha. Um kvöldið fór ég svo með Micol og vinkonum hennar á "diskóið" en það er úber kúl, ímyndið ykkur Sjallann, nema bara þaklausann og á ströndinnu og miklu meira kúl :)
Á sunnudaginn fór ég upp í húsið sem þau eiga upp í fjöllunum, Maira og mamma hennar komu og Angela líka :), annars voru eiginlega allir úr fjölskyldunni minni þarna nema Jacomo, en hann er atvinnu fótboltamaður og var að keppa þannig að hann komst ekki. Þarna er allavena svona alvöru pizza ofn og við eyddum öllum sunnudeginum í að borða bestu pizzur sem ég hef smakkað á ævi minni og spila blak, mjög svo næs :)
Svo í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og eitthvað svoleiðis. Það er reyndar núna búið að taka viðtal við mig, og ég er að fara í nýjann bekk á mánudaginn en þá verð ég með 94' módelum í bekk, gæti ekki verið sáttari, en ég verð líka með sama bekk og ég er í núna í 2 tímum í vikunni en það verður bara í bókmenntalegum ítölskutíma, fæ líka að vera í stjörnufærði á þessari önn með 5 bekk en á næstu önn fara þau í jarðfræði, whoop whoop, bara gaman, svo er minn bekkur líka þýsku bekkur þannig að ég get haldið áfram í þýskunni. Ég fékk líka að sleppa eðlisfræði og svona eiginlega líka ítölsku og latínu og trúabragðafræði, sem mér finnst eiginlega vera synd þar sem ég hefði alveg viljað vera í trúarbragðafræði... höhö
Ekki má gleyma að ég fór í bátsferð um vatnið á þriðjudaginn, en ég fór með hinum skiptinemunum úr Lecco nema Camille, hún komst ekki :/ og öllum mömmunum. Það var mjög gaman, skemmtum okkur frábærlega, þetta gæti heldur ekki verið fallegra hérna. Eini bærinn sem við stoppuðum í var Bellagio, en hann er víst einhver túristasegull.
Síðan líka eru blakæfingarnar mjög fínar, ég er svona eiginlega mállaus, og það eru allir mjög næs við mig :) Þjalfarinn er geðveikt hress kall og eiginlega andstæðan við Marek, nema hann er með smá bumbu og alveg eins skalla. Þegar ég geri eitthvað vitlaust, er enginn öskrandi eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég geri eitthvað vel, þá heyrast nokkur "brava" þannig að sjálfstraust mitt fer alltaf hækkandi, það er reyndar frekar leiðinlegt að ég get ekki spilað með þeim, þar sem þau þurfa að hafa samband við KA og síðan tala eitthvað við höfuðstöðvarnar í Róm og svaka vesen, þannig að ég ætla bara að æfa með þeim sem er bara fínt :)
Á morgun fer ég svo aftur til Milanó, whoop whoop. Nema að þessu sinni með AFS og erum að fara að skoða borgina og um eftirmiðdaginn er svona eins og dagur tungumála eða eitthvað svoleiðis, og ég þarf að lesa texta á íslensku, svona til að gera þetta aðeins menningarlegra var ég að spá í að finna Brennu-Njálssögu á netinu og lesa upp úr henni, haha.
XOXO
Seinasta laugardag fór ég aftur til Milanó, núna reyndar með bara með host-mömmu og pabba og Micol. Við keyptum kaffi í Nespresso, en þau sögðu að fólk hvaðan að úr heiminum kæmi í þessa búð til að drekka kaffið þaðan. Við fórum líka í Zöru, en það voru eiginlega bara vetrarföt þar og ég var ekki í neinu stuði til að versla hlý föt. Þegar það var búið keyptum við gelato, lítið sem þarf að gera til að hafa mig sátta, haha. Um kvöldið fór ég svo með Micol og vinkonum hennar á "diskóið" en það er úber kúl, ímyndið ykkur Sjallann, nema bara þaklausann og á ströndinnu og miklu meira kúl :)
Á sunnudaginn fór ég upp í húsið sem þau eiga upp í fjöllunum, Maira og mamma hennar komu og Angela líka :), annars voru eiginlega allir úr fjölskyldunni minni þarna nema Jacomo, en hann er atvinnu fótboltamaður og var að keppa þannig að hann komst ekki. Þarna er allavena svona alvöru pizza ofn og við eyddum öllum sunnudeginum í að borða bestu pizzur sem ég hef smakkað á ævi minni og spila blak, mjög svo næs :)
Svo í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og eitthvað svoleiðis. Það er reyndar núna búið að taka viðtal við mig, og ég er að fara í nýjann bekk á mánudaginn en þá verð ég með 94' módelum í bekk, gæti ekki verið sáttari, en ég verð líka með sama bekk og ég er í núna í 2 tímum í vikunni en það verður bara í bókmenntalegum ítölskutíma, fæ líka að vera í stjörnufærði á þessari önn með 5 bekk en á næstu önn fara þau í jarðfræði, whoop whoop, bara gaman, svo er minn bekkur líka þýsku bekkur þannig að ég get haldið áfram í þýskunni. Ég fékk líka að sleppa eðlisfræði og svona eiginlega líka ítölsku og latínu og trúabragðafræði, sem mér finnst eiginlega vera synd þar sem ég hefði alveg viljað vera í trúarbragðafræði... höhö
Ekki má gleyma að ég fór í bátsferð um vatnið á þriðjudaginn, en ég fór með hinum skiptinemunum úr Lecco nema Camille, hún komst ekki :/ og öllum mömmunum. Það var mjög gaman, skemmtum okkur frábærlega, þetta gæti heldur ekki verið fallegra hérna. Eini bærinn sem við stoppuðum í var Bellagio, en hann er víst einhver túristasegull.
Síðan líka eru blakæfingarnar mjög fínar, ég er svona eiginlega mállaus, og það eru allir mjög næs við mig :) Þjalfarinn er geðveikt hress kall og eiginlega andstæðan við Marek, nema hann er með smá bumbu og alveg eins skalla. Þegar ég geri eitthvað vitlaust, er enginn öskrandi eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég geri eitthvað vel, þá heyrast nokkur "brava" þannig að sjálfstraust mitt fer alltaf hækkandi, það er reyndar frekar leiðinlegt að ég get ekki spilað með þeim, þar sem þau þurfa að hafa samband við KA og síðan tala eitthvað við höfuðstöðvarnar í Róm og svaka vesen, þannig að ég ætla bara að æfa með þeim sem er bara fínt :)
Á morgun fer ég svo aftur til Milanó, whoop whoop. Nema að þessu sinni með AFS og erum að fara að skoða borgina og um eftirmiðdaginn er svona eins og dagur tungumála eða eitthvað svoleiðis, og ég þarf að lesa texta á íslensku, svona til að gera þetta aðeins menningarlegra var ég að spá í að finna Brennu-Njálssögu á netinu og lesa upp úr henni, haha.
| Bellagio |
| Ég, Angela, Mareike og Maira |
| Hús George Clooney |
Guðrún Elín

.jpg)