Friday, September 30, 2011

Vika 3 og 4

Sælt veri fólkið, ég er búin að ákveða að reyna að skella nýju bloggi inn á hverjum föstudegi, allavena núna, verður örugglega eitthvað minna um það þegar líða tekur á dvölina...

Seinasta laugardag fór ég aftur til Milanó, núna reyndar með bara með host-mömmu og pabba og Micol. Við keyptum kaffi í Nespresso, en þau sögðu að fólk hvaðan að úr heiminum kæmi í þessa búð til að drekka kaffið þaðan. Við fórum líka í Zöru, en það voru eiginlega bara vetrarföt þar og ég var ekki í neinu stuði til að versla hlý föt. Þegar það var búið keyptum við gelato, lítið sem þarf að gera til að hafa mig sátta, haha. Um kvöldið fór ég svo með Micol og vinkonum hennar á "diskóið" en það er úber kúl, ímyndið ykkur Sjallann, nema bara þaklausann og á ströndinnu og miklu meira kúl :)

Á sunnudaginn fór ég upp í húsið sem þau eiga upp í fjöllunum, Maira og mamma hennar komu og Angela líka :), annars voru eiginlega allir úr fjölskyldunni minni þarna nema Jacomo, en hann er atvinnu fótboltamaður og var að keppa þannig að hann komst ekki. Þarna er allavena svona alvöru pizza ofn og við eyddum öllum sunnudeginum í að borða bestu pizzur sem ég hef smakkað á ævi minni og spila blak, mjög svo næs :)

Svo í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og eitthvað svoleiðis. Það er reyndar núna búið að taka viðtal við mig, og ég er að fara í nýjann bekk á mánudaginn en þá verð ég með 94' módelum í bekk, gæti ekki verið sáttari, en ég verð líka með sama bekk og ég er í núna í 2 tímum í vikunni en það verður bara í bókmenntalegum ítölskutíma, fæ líka að vera í stjörnufærði á þessari önn með 5 bekk en á næstu önn fara þau í jarðfræði, whoop whoop, bara gaman, svo er minn bekkur líka þýsku bekkur þannig að ég get haldið áfram í þýskunni. Ég fékk líka að sleppa eðlisfræði og svona eiginlega líka ítölsku og latínu og trúabragðafræði, sem mér finnst eiginlega vera synd þar sem ég hefði alveg viljað vera í trúarbragðafræði... höhö

Ekki má gleyma að ég fór í bátsferð um vatnið á þriðjudaginn, en ég fór með hinum skiptinemunum úr Lecco nema Camille, hún komst ekki :/ og öllum mömmunum. Það var mjög gaman, skemmtum okkur frábærlega, þetta gæti heldur ekki verið fallegra hérna. Eini bærinn sem við stoppuðum í var Bellagio, en hann er víst einhver túristasegull.

Síðan líka eru blakæfingarnar mjög fínar, ég er svona eiginlega mállaus, og það eru allir mjög næs við mig :) Þjalfarinn er geðveikt hress kall og eiginlega andstæðan við Marek, nema hann er með smá bumbu og alveg eins skalla. Þegar ég geri eitthvað vitlaust, er enginn öskrandi eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég geri eitthvað vel, þá heyrast nokkur "brava" þannig að sjálfstraust mitt fer alltaf hækkandi, það er reyndar frekar leiðinlegt að ég get ekki spilað með þeim, þar sem þau þurfa að hafa samband við KA og síðan tala eitthvað  við höfuðstöðvarnar í Róm og svaka vesen, þannig að ég ætla bara að æfa með þeim sem er bara fínt :)

Á morgun fer ég svo aftur til Milanó, whoop whoop. Nema að þessu sinni með AFS og erum að fara að skoða borgina og um eftirmiðdaginn er svona eins og dagur tungumála eða eitthvað svoleiðis, og ég þarf að lesa texta á íslensku, svona til að gera þetta aðeins menningarlegra var ég að spá í að finna Brennu-Njálssögu á netinu og lesa upp úr henni, haha.

Bellagio

Ég, Angela, Mareike og Maira

Hús George Clooney


XOXO
Guðrún Elín

Friday, September 23, 2011

Vika 2

Jæja,

Micol og ég og Duomo
Ég fór í afmælið hennar Clarissu, mjög gaman sé ekki eftir því að hafa farið, náði alveg að tala við nokkra þótt að ensku kunnátta þeirra sé lítil sem engin og ég kunni ekkert í ítölsku þótt að ég sé nú að læra ný orð á hverjum degi :)

Ég fór síðan á laugardeginum til Mílanó eftir skóla með Micol og Federiku. Ég sá Duomo, hún er huuuuuges og alltof falleg. Við tókum nokkrar myndir hjá henni og síðan fórum við að versla, tókum meðal annars góðan rúnt í H&M! Þær sýndu mér líka búð sem heitir Bershka, en hún er bara alltof kúl fyrir lífið. Ég er reyndar mjög stolt af mér eftir þennan fyrsta verslunarleiðangur, ég keypti bara smáræði :)
Við ætluðum síðan eitthvað út um kvöldið en það byrjaði að hellirigna og þrumuveður og læti, þannig að við vorum bara heima, enda bara fínt þar sem ég var dauðuppgefin eftir daginn.

Á sunnudeginum hafði ég það bara kósý, bakaði ítalska köku með Micol út af því að við vorum að fara í AFS-partý seinna um daginn. Í partý-inu hitti ég síðan hinar stelpurnar sem komu til Lecco, Angelu, Camillu, Mareike og Mairu. Síðan voru allar fjölskyldurnar þarna líka og sjálfboðaliðar og líka krakkar sem voru skiptinemar í fyrra. Það var bara mjög fínt, allir komu með eitthvað að borða með sér og við spjölluðum og borðuðum, sjálfboðaliðarnir voru eitthvað að tala um að fara með okkur stelpurnar upp í fjallakofa þar næstu helgi og halda upp á "Oktoberfest", haha :)

Í vikunni er ég bara búin að fara í skólann og sofa og borða, nema á mánudaginn fór ég á fyrstu blak æfinguna mína, það var mjög fínt og stelpurnar eru mjög fínar en eins og allir þá talar eiginlega engin ensku, bara 3 stelpur tala ensku, en það þýðir bara að ég þarf að drífa mig í ítölskunni. Það eru alltaf blakæfingar á mánudögum og miðvikudögum frá 20.30-22.30, frekar seint þannig að ég er búin að vera dauðuppgefin eftir þær.
Ég fór líka í gær, fimmtudagur, með Clarissu í miðbæinn og við hittum Francis, hann er skiptinemi frá Suður-Afríku og kom með Routary eins og Brittany en eins og hún þá er hann búinn að vera hérna í hálft ár.
Ég fékk líka pakka sendann frá mömmu og pabba á Íslandi í gær. Hann innihélt allt sem ég skildi eftir og lumaði einnig á 2 stykkjum af Hitt, lýsi og afmælisgjöf frá Þórdísi. Þórdís var svo indæl og gaf mér svona "vináttu" armband en hún veit að ég er alltaf að gera grín af svoleiðis og finnst það asnalegt, þannig að það er eins gott að hún gangi með sitt, höhö. Mjög sætt samt :)

Sátt með afmælisgjöfina 
Sá einn svona á leiðinni heim úr skólanum í dag, langaði að taka mynd en var ekki með myndavélina svo að Google mynd verður að duga :)

XOXO
Guðrún Elín

Thursday, September 15, 2011

Fyrstu dagarnir :)

Ciao :)

Ég er búin að vera hérna í Lecco núna í 4 daga og það er búið að vera æðislegt :)

Fyrsti alvöru skóladagurinn minn var í gær go váá, geðveikt skrítið, ég byrja í skólanum klukkan 8 og ég þarf að taka strætó í skólann, ég held að ég sé orðin bara nokkuð góð í notkun á strætónum hérna en til öryggis tek ég hann alltaf með stelpu sem heitir Frederika, en hún er góð vinkona Micol og er í sama skóla og ég. Ég er í 2.ASA en það þýðir að ég er með 96 módelum í bekk :/, en ég fæ að skipta kannski í þessari viku eða næstu, ég skil ekki neitt í skólanum, nema kannski í stærðfræði og ensku, annars sit ég bara og horfi eitthvað út í loftið eins og hálfviti.

Ég hitti stelpuna sem á að vera "hjálparinn" minn, eða ég á að hafa samband við hana ef eitthvað er að og ég get ekki talað við fjölskylduna mína um það, í dag. Hún heitir Clarissa og hún er crazy, hún er einu ári eldri en ég en hún talar mjög góða ensku, ég fór með henni og vinkonu hennar frá Ástralíu, Brittany, til þorps sem er aðeins í burtu frá Lecco, en við fóum held ég í nokkurskonar strandpartý, úber mikið fjör, nema ég talaði bara við þær út af því að það talar enginn ensku hérna :P Það þýðir bara að ég þarf að læra ítölskuna hratt! Clarissa bauð mér líka í afmælið sitt sem er á morgun en ef ég fer þá þarf ég að taka strætó og lestina ein svo ég ætla að sjá til :$

Annars líður mér ennþá bara mjög vel hérna, fæ góðan mat og allir eru mjög næs. En mér þykir mjög leiðinlegt að ég er alltaf úber þreytt og vill helst bara sofa allan daginn :/ vona að það fari fljótlega, annars er ég líka við það að bráðna úr hita, er að deyja á daginn, hlakka bara lúmskt til þangað til að það kólni örlítið :$

Ég lofa engu með það að vera jafn dugleg að blogga og núna og ekki búast við mikið af myndum því að ég er búin að taka mjög mjög fáar, höhö :)


  • Eitt mjög öðruvísi í lokin en þegar ég er búin í sturtu þarf ég alltaf að þurrka sturtuna, ég er sú eina á heimilinu sem lokar klósetsetuni á eftir mér og það eru alltaf allir í skóm inni, ekki endilega inniskóm, heldur líka skónum sem þau eru búin að vera labba í úti...
Ciao <3

Guðrún Elín

Monday, September 12, 2011

Ferðin!

Við vorum 11 sem mættum upp á Keflavíkurflugvöll klukkan hálf 6 um morgunin go vorum alveg þvílíkt spenntar að fara!
Ég kvaddi alla, fannst reyndar miður að ég hafi ekki fengið eitt sjáanlegt tár frá þeim, en ég veit að þau voru grenjandi innan með sér ;)
Þegar við lenntum í Köben var klukkan 2 og við þurftum að bíða þar í 2 tíma eftir næsta flugi, við fengum okkur Starbucks og skoðuðum búðir, ég keyðti mér heyrnatól sem voru með uglum á endanum, pretty cool.
Þegar við lenntum svo í Róm, þurftum við að bíða eftir nokkrum hópum á flugvellinum og keyrðum svo í rútu til einhvers hótels þar sem við áttum að vera á námskeiði alla helgina.
Námskeiðið sjálft var ekkert spes nema á kvöldin því að þá komu allir saman og voru að taka myndir og kynnast fólki, við kenndum t.d. einum Kananum að segja "eina mellu takk" og "fimma" (svona eins og high-five). Ég náði hins vegar ekki að taka neinar myndir þar sem myndavélin mín varð batteríslaus á fyrsta degi og það voru engar nothæfar innstngur á hótelinu.
Svo kom að deginum þar sem við fengum að hitta fjölskyldurnar, sem var bara á sunnudaginn. Ég vaknaði klukkan hálf 5 og svo klukkan rúmlega 6 fórum við sem voru að fara til Lombardí á lestarstöðina í Róm og tókum lestina klukkan 8. Bjarney var eini Íslendingurinn sem var líka að fara þangað en við vorum svo rokkaðar á því að ferðin var bara mjög fín, við sátum hjá einni stelpu frá Tékklandi sem heitir Klara og svo einum strák frá Kína, man ekki hvað hann heitir en hann var að kenna Klöru að leysa Rubix cube en hann náði að raða öllum litunum saman geðveikt hratt, það var svo kúl. Svo fórum við að tala um að á Íslandi borðaði fólk svið og hrútspunga og þá sagði þessi kínverski að sumstaðar í Kína borðaði fólk heila úr apa og stundum voru aparnir lifandi á meðan heilarnir voru borðaðir!
Í rútunni lærðum við að segja "Mi chiamo Guðrún, sono Islandese, vado dalla familia Dell'Oro" sem þýðir "Ég heiti Guðrún, er Íslendingur, Fjölskyldan mín er Dell'Oro fjölskyldan" Þegar við komum til Mílanó þurftum við að segja þetta fyrir framan 200 manns áður en við hittum fjölskyldurnar okkar. Ég fékk blómvönd frá minni fjölskyldu og þau voru öll mjög glöð að sjá mig, þegar ég kom svo heim í Lecco tóku kona, bróður míns, Patrica og stelpurnar hennar á móti mér og líka Carolina en Lia, Antonio og Micol komu að sækja mig í Mílanó. Þau voru búin að skrifa á borða "Velkomin Guðrún" Svo flott, nema ég gat ekki tekið mynd þar sem myndavélin var batteríslaus.
Svo fékk ég pasta í hádegismatinn og fór svo upp í herbergið mitt sem er bleikt og geðveikt krúttlegt, og ég tók upp úr töskunum og fór í sturtu. Ég gaf þeim síðan gjafirnar og þeu voru mjög ánægð. Síðan laggst ég upp í rúm og stein sofnaði og þegar ég vaknaði voru allir að gera allt tilbúið fyrir kvöldmatinn, en það var pizza í matinn, ég fór með Micol að kaupa ís og þegar ég kom aftur hitti ég, Camille og kærastann hennar Jacob og líka kærasta Carolinu en ég man ekki hvað hann heitir í augnablikinu :$
Við skoðuðum Íslands bókina sem ég gaf þeim og þau báðu mig geðveikt oft að segja "Eyjafjallajökull" og fannst það alltaf jafn æðislegt þegar ég sagði það. Það var bara gaman. Við borðuðum síðan pizzu og það voru alltaf að koma fleiri og fleiri pizzur. Síðan ákvað Renato og konan hans að koma með stelpurnar sínar, Sofiu og Annchiu, veit ekki alveg hvernig það er skrifað. Þær voru alveg rosalegar dúllur. Þau voru síðan bara að tala ítölsku á fullu og ég skildi ekki neitt :)
Síðan fór ég bara að sofa og svaf til hálf 10 og fór svo með Liu út að labba og við keytpum strætómiða út af því að ég þarf að taka strætó í skólann og svo sýndi hún mér einhvern garð, sem var í eigu einhvers spænsks tónlistarmanns, Gomez.
Það er allt mjög fínt hérna og mér líður vel, ég er pínu feimin við þau en ég vona að það lagist fljótlega, þau eru öll mjög yndisleg :)