Tuesday, December 20, 2011

12, 13 og 14 vika!

Vááá, hvað þetta er allt að líða hratt, ætla að skrifa hérna eitt blogg áður en ég fer að skíðast um jólin! Jáh, það eru að koma jól, FUUUUUU

Vika 12....

Jæja í þessari viku gerðist margt skemmtinlegt,

Mánudaginn 28. nóvember kláraði ég bloggið sem ég skrifaði seinast og fór á fund heima hjá bekkjarsystur minni, Marti, en hann var um ferðina til Rómar sem verður í febrúar... Margt áhugavert gerðist og það er pínu fyndið hvað sumir foreldrarnir vilji ekki sleppa takinu af "börnunum" sínum, en við erum að fara ein og þeim finnst það ekki sniðugt, ég meina það er enginn að fara að ræna 20 krökkum í einu, en ef maður á kannski eitt stykki mjög heimskt barn, þá kannski ætti maður að athuga það hvort að maður leyfi því að fara.... Crazy foreldrar.

Þriðjudaginn 29. nóvember fór ég til Mílanó með stjörnufræðibekknum mínum til að sjá eitthvað svona stjörnudæmi (Planitarium), það var fínt, ég reyndar svaf allan tímann í þessu helvítis planitarium en það er allt í lagi, mín afsökun er sú að ég skildi fátt sem ekkert og það var dimmt. Fékk minn fyrsta McDonalds hamborgara líka í þessari ferð, sé ekki hvað það er sem allir sjá við þessa borgara.. Síðan um kvöldið ætlaði ég á blakleik en ég missti auðvitað af helvítis rútunni, en það var bara kósý-kvöld í staðinn.

Miðvikudaginn 30. nóvember gerðist bara þetta venjulega, ítölsku-tími og skemmtilegheit eftir hann með Lecco genginu. Um kvöldið fór ég síðan á æfingu og komst að því að við erum í 1.sæti í deildinni, þannig að Giuls (Júls) kom með pizzur og við eyddum seinni hluta æfingarinnar í að borða og taka myndir, jibbí :)

Alltaf fjör á blakæfingu
Fimmtudaginn 1. desember gerðist ekkert svaka mikið, hækk bara með Angelu mest allan eftirmiðdaginn og við höfðum það kósý

Föstudaginn 2. desember var bíódagur í skólanum, eða við fórum bara í eitt af bíóum bæjarins og fenugm einhvern fyrirlestu um Afríku, fyrst hjá einhverjum lækni sem sýndi okkur fullt af myndum frá spítalanum sem hann vann á í Afríku og síðan einhverjir tveir gaurar sem voru að segja okkur að allt fólkið í Afríku er ekki fátækt, það er líka til venjulegt fólk eins og við eða eitthvað álíka. Síðan horfðum við á Blood Diamond, auðvitað á ítölsku en hún er alltaf jafn góð og síðan var það bara heim. Tók smá eftirmiðsblund og vaknaði með hósta og kvef, eyddi síðan restinni af kvöldinu í að skoða hvaða tónleikar séu í gangi í Mílanó svona á meðan ég er hérna og komst að því að það eru Rihönnu tónleikar 12. des og Red Hot Chillipeppers 11.des en því miður allt uppselt. Síðan tók ég smá spjall við Bjarney, en okkur langaði heim, út af því að Árshátíð MA var í kvöld!!!!!!!!!!! Sakn á MA

Laugardaginn 3. desember gerðist ekkert svaka mikið, kom heim og skoðaði myndir frá því á Árshátíðinni, smá heimþrá stemming í gangi, síðan ætluðum ég og fjölskyldan að fara í ísbúð sem er með allskonar skrítnar bragðtegundir eins og Gorgonzola (myglu-ostur) og eitthvað skemmtilegt :) en það gekk ekki upp þar sem við vissum ekki hvort það væri opið, þannig að það var bara kósý-kvöld.

Sunnudaginn 4. desember fór ég með Mairu og Mareike til Mílanó! Við tókum lestina klukkan 11, vorum komnar til Mílanó um 12 og síðan tók bara við verlsunarferð til klukkan 4! Ég verslaði nú ekki fyrir meira en 16000 kr, og það var alveg þónokkuð mikið sem ég hafði úr kaupunum, Jeeei! Síðan á meðan á þessu stóð hittum við fleiri skiptinema annarstaðar frá Lombardí, mjög gaman og seinni hittum við fleiri frá Mílanó þar á meðal hitti ég Bjarney, mjög fínt að geta spjallað smá á íslensku... 

Efri til vinstri: Lytza (Dómeníska lýðveldið), Karoliina (Finland), Miriam (Danmörk), ég, Mareike (Þýskaland) og Mateja (Króatía)
Neðri til vinstri: Bárbara (Brasilía), Maira (Argentína) og Yinong (Kína)

Síðan um kvöldið tók við fjölskyldudinner (Pizza, pizza, pizza) en önnur fjölskylda frá Mílanó join-aði einnig en hún innihélt kall sem hljóp í New York maraþoninu, flott hjá honum. 

Vika 13

Mánudaginn 5. desember fór ég í skólann... Reyndar ekkert sérstakur dagur nema hitti Angelu og við tókum smá rölt um Lecco, það er alltaf mjög kósý... Síðan um kvöldið ætlaði ég á æfingu en það var víst ekki æfing. 

Þriðjudaginn 6. desember fór ég til Torino! með Liu, Antonio, Micol og Mairu í tilefni þess að það var frí í skólanum eða það var dagur San Nicoló, en allir bæir í Ítalíu eiga sér sinn dýrling og á hverju ári er einn dýlingadagur en það er hátíðardagur í þeim bæ sem dýrlingurinn "tilheyrir".  En allavena Torino er borg ítlaskts súkkulaðis og Fiat. Það var mjög gaman, skoðuðum eitt stykki egypskt safn, sem er btw (by the way) stærsta safn sinnar tegundar fyrir utan safnið í Kairó, Egyptalandi í heiminum... eða það sagði allavena Lia mér, og ég ætla bara að treysta henni. Síðan tók við labb um Torino, og ég sá fullt af skemmtilegu dóti, fór meðal annars með lyftu upp turninn í Torino og vá útsýnið! Síðan á leiðinni heim tók við umferðarteppa dauðans, ferð sem á að taka í mesta lagi 2 og hálfan tíma tók u.m.þ.b 5 tíma takk fyrir pent! Síðan þegar komið var heim ætlaði ég auðvitað að setja myndirnar inn á facebook en tókst að eyða öllum myndunum mínum frá Ítalíu af facebook, þá tók við langur tími í að setja meiri hlutann aftur inn, FML

Faró kallinn 

Eitt stykki múmmía 

Eitt af mörgum áhugaverðum torgum sem við tékkuðum á 

Turninn sem ég fór með lyftu upp 

Torino!

Maira, Micol og ég á einu stærsta torgi sem ég hef séð

Ég að reyna að hafa myndatökuhæfileika...

Miðvikudaginn 7. desember var enginn ítölskutímin þannig að við fórum bara fyrr í bæinn og tók eins og venjulega rölt með gellunum, við erum örugglega núna alltaf bara að fara að hanga á Bar Marchioni, en þar er að finna besta heita súkkulaðið í bænum... Síðan kom Angela með mér heim út af því að hún ætlaði að koma með okkur í ferð daginn eftir til Mantova (Mantua), Lia gaf henni að borða fyrir næsta mánuðinn, síðan skildi ég hana eftir heima á meðan ég fór á æfingu, og síðan þegar ég kom heim var hún spjallandi við fólk á skype og var að því til 2 um nóttina, eða þangað til Lia kom og spurði hvort að við ættluðum ekki að fara að sofa en ég var sofandi við við hliðiná henni á meðan hún var að spjalla við Nýja-Sjáland. 

Fimmtudaginn 8. desember fór ég til Mantova með Liu, Antonio, Mairu og Angelu. En það var frí í skólanum aftur í dag vegna annars dýrlingadags. Mantova kom mjög mikið á óvart, óendanlega flott. Við eyddum allavena deginum að labba um og heppnin var með okkur út af því að það var markaður í gangi :) Við meðal annars smökkuðum heitt súkkulaði með ís, en þá var ísinn settur í staðinn fyrir rjómann, ljúffengt! Við duttum líka í djúpar samræður um dýr og grænmetisætur, mér leið eins og villimanni, þar sem mér er eiginlega alveg sama þótt að ég éti litlu sætu lömbin og að mér finnst feldir flottir, það eina sem ég er á móti er vond meðferð á dýrum... Maira er noktumlega grænmetisæta þannig að hún er á móti öllu sem viðkemur dýrum en Angela er á móti þessu öllu en finnst bara kjöt svo gott að hún gæti ekki mögulega hætt að borða það, jedúddamía...

Mantova!

ég, Angela (Nýja Sjáland) og Maira (Argentína)

3 gerðir af arkitektúr á einu bretti

Það er ennþá haust hjá mér ...
Föstudaginn 9. desember eyddi ég morgninum í að skreppa í blóðprufu og fór síðan í seinustu 3 tímana í skólanum, fjöör. Síðan var ég bara eitthvað að tjilla heima og kláraði meðal annars A Storm of Swords (bók 3 af Game of thrones) og byrjaði á bók 4, A Feast for Crows :)

Laugardaginn 10. desember fór ég í skólann og komast að því að fjölskyldan ætlaði til Como í kvöld, en ég ætlaði að hitta Eleonoru þannig að við ættluðum öll bara að hittast á Piazza Manzoni (Manzoni torgið) klukkan 19:30, já þannig að ég fór og hitti Eleonoru, en þar sem ég rugla alltaf saman 6 (sei) og 7 (sette) í ítölsku þá mætti ég auðvitað klukkutíma fyrr á torgið, og Eleonora farin þannig að ég þurfti að eyða klukkutíma í bænum ein, þannig að ég fór í búð þar sem hún Federica er að vinna, en hún er vinkona úr blakinu og var bara eitthvað að spjalla við hana í klukkutíma, það var ekkert að gera í búðinni hvort sem er... 
      Já síðan um kvöldið fórum við á "pizzeria"í Erba, bara nokkuð góðar pizzur og síðan var ferðinni heitið til Como, en Como er óendanlega flott núna, búið að varpa upp myndum út um allt... Það var mjög kósý stund með Liu, Antonio og Micol ...

Vonandi fattið þið hvað ég er að meina núna með að varpa upp myndum...

Englar fyrir mömmu

Kirkjan

ég, Micol og Antonio við jólatréð

Sunnudaginn 11. desember fór ég síðan til Brescia með AFS, vegna þess að þennan dag er haldið upp á St. Lucia. Við fengum að hitta nýju stelpuna í dag, en hún er frá Ástralíu og verður hérna í 2 mánuði. Ömm já þeir sem fóru frá Lecco voru þar að segja, ég, Angela, Camille, Mareike, Maira, Melissa (nýja gellan), Clarissa (trúnaðarmaðurinn minn) og Letizia (ítölskukennarinn okkar). Þegar til Brescia var komið hittum við flesta hina skiptinemana úr Lombardí, við fegnum smá leiðsögn um Brescia í boði skiptnemanna frá Brescia og síðan var okkur sagt að við værum að fara að taka þátt í skrúðgöngu og þyrftum að vera í búningum sem, jólasveinar eða eitthvað álíka.... Þannig að við fórum öll og klæddum okkur í búninga og löbbuðum síðan um Brescia syngjandi jólalög og gefandi nammi en þetta heppnaðist allt misvel. Síðan fórum við heim, við frá Lecco vorum næstum því búnar að missa af lestinni og en með hlaupum náðum við henni. Ég og Clarissa eignuðumst síðan vini í lestinni, það var reyndar frekar fyndið, við þurftum að setjast við hliðin á tveimur gaurum og vorum eitthvað að tala saman á ensku og þá byrja þeir "Eru þær útlendingar" "Já, þær tala ensku" "Ættum við að tala við þær?" "Ég veit það ekki, ég er ekkert svaka góður í ensku" og þeir héldu svona áfram í smá stund og Clarissa auðvitað að deyja úr hlátri þarna við hliðin á þeim, en ég var svo þreytt að ég nennti ekki að hlusta almennilega, en á endanum sagði Clarissa að hún væri ítölsku og ég frá Íslandi, og síðan var bara eitthvað létt spjall þangað til að við komum á leiðarenda. 
     Síðan þegar ég kom heim var fjölskyldudinner (Pizza, pizza, pizza) en ég var svo þreytt að ég fór bara snemma að sofa. 

Eva sem St. Lucia (Þýskaland), ég sem jólasveinn og Bárbara sem hreindýr (Brasilía)
Lecco gengið ásamt nýjum gengismeðlimi

Vika 14


Mánudaginn 12. desember fór ég í skólann síðan eyddi í öllum eftirmiðdeginum í létt spjall við Ölmu, sem er einhverstaðar upp í fjöllum Ítalíu og við vorum bara eitthvað að spjalla um hvernig við höfðum það hérna. Náði líka að biðja pabba um að senda mér piparköku-uppskriftina hennar mömmu, en ég ætlaði að baka daginn eftir. Síðan var það bara blakæfing og fjör.

Þriðjudaginn 13. desember fór ég í skólann og í skólanum bauð ég Angelu að koma og baka með mér. Þannig að eftir skóla fórum við saman í búðina að leyta af því sem vantaði, komumst að því að það er ekki til venjulegt síróp hérna á Ítalíu, þannig að ég ætla að prófa að nota hunang í staðinn í piparkökurnar. Síðan komum við heim og gerðum mis heppnaða lakkrístoppa og piparkökudeig, sem smakkaðist ekki eins og piparkökudeig... Síðan tókum við smá labbitúr um Lecco og síðan fór ég heim í kvöldmat. 

Miðvikudaginn 14. desember rigndi... En við stelpurnar fórum bara heim til Angelu eftir ítölskutíma, en Melissa ætlaði að koma en kom aldrei, við allavena ákváðum hvað við ætluðum að gera fyrir "talent-show" í jólapartýi AFS sem er á föstudaginn, við lentum í smá rifrildi en ákváðum að syngja 13 dagar jóla á okkar 5 tungumálum (íslenska, enska, þýska, franska og spænska) og segja síðan líka gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár (gleðilegt nýtt ár) á okkar tungumálum. Síðan fór ég um kvöldið á blakleikinn en liðið mitt vann 3-0 :) og síðan var tekin liðsmynd ....

Fimmtudaginn 15. desember eyddi ég öllum skóladeginum í að skrifa jólakortin mín, síðan bakaði ég piparkökurnar þegar ég kom heim, þær heppnuðust bara nokkuð vel, þótt að þær hafi ekki verið alveg eins og piparkökur, meira svona hunangs-piparkökur. Síðan klukkan 5 fór ég í bæinn til að hitta Lecco gengið til að æfa einu sinni fyrir "talent-showið" og fór aftur heim og fór síðan heim til Camillu ásamt Micol og piparkökunum. En við vorum að fara að skreyta jólatréð hennar Camillu. Þegar jólatréð var orðið nógu fallegt fengum við okkur kvöldmat og síðan tók við kósý og spjall. 

Jólatréð, ásamt mér og fóstursystrum mínum, Camillu og Micol

Föstudaginn 16. desember kláraði ég að skrifa jólakortin mín og hætti í skólanum klukkan 1, en ég hætti venjulega klukkan 2 á föstudögum og fór með Micol í bæinn, við fórum og fengum okkur að borða og síðan sýndi hún mér fullt af kúl stöðum í Lecco en á meðan byrjaði að rigna og við aðeins með eina regnhlíf, því að ég er alltaf sami bjáninn og gleymi alltaf regnhlífinni. Ég allavena keypti jólagjöf handa Clarissu og síðan ætluðum við í nammibúðina en hún var lokuð og opnaði ekki nógu snemma og við þuftum að fara heim. Þegar heim var komið gerði ég mig bara til fyrir jólapartýið. Í jólapartýinu var fjör, en mér tókst að hafa mig að fífli í þessu bévítans "talent-showi", en það kemur myndband frá því seinna. En ég þurfti síðan að fara snemma heim út af því að Anna (fósturmamman hennar Mairu) sagði mér að koma með sér heim, og blablabla, þoli ekki þessi konu...

Laugardaginn 17. desember var skóli eins og alltaf, vá hvað ég þoli ekki skóla á laugardögum, en það er reyndar ótrúlegt en satt farið að venjast... Eftir skóla ætlaði ég að hitta Angelu og Margheritu klukkan 3, en klukkan 3 mætti aðeins Angela, við biðum samt í smá stund end Marghe kom ekki, þannig að við sendum henni sms og fórum á Bar Marchioni og fengum okkur heitt súkkulaði þar sem það var drullu kalt, þá sendi Marghe okkur sms um að við ættluðum ekki að hittast fyrr en klukkan 4, vúpps, en hún sagði að hún yrði soldið sein, þannig að ég og Angela tókum smá labbitúr um Lecco og síðan biðum við eftir Marghe og eftir nokkur sms þá sagðist hún vera á leiðinni og sagðist ætla að hitta okkur á einu torginu, en torgið var stappað og við komumst að því að ég var orðin inneignslaus! Þannig að við ættluðum að reyna að finna Marghe en það gerðist ekki, en svo sáum við Önnu (fósturmömmu Mairu) og spurðum hvort að við gæum ekki hringt hjá henni, það tókst og við hittum Marghe klukkan 5. Tókum annan labbitúr um bæinn og svo fórum við bara heim um 6 leitið....

Sunnudaginn 18. desember fór ég með Angelu og fósturmömmu hennar Fröncu, Micol, Camille og Mairu til Milanó. Við tókum lestina klukkan 9, ég, Angela, Micol og Franca ætluðum að taka hana í Lecco og Maira og Camille á öðrum lestarstöðum, en það vildi svo heppilega til að það voru 2 lestar klukkan 9 og okkur tókst að taka lestina sem fer beint til Mílanó með engum stoppum, þannig að Maira og Camille voru í einni lest en við í hinni... En þetta reddaðist allt á endanum en okkur hafði langað að fara í Abercrombie and Fitch en þegar Maira og Camille mættu á svæðið, (þeirra lest var lengur á leiðinni) þá var röðin í Abercrombie orðin svo löng, já það er alltaf röð inn í þessa búð, að við nenntum ekki að bíða. Þannig að við fórum bara í H&M og hinar búðirnar. Síðan komumst við að því að Damir, kærastinn hennar Camille var að koma og við hinar vorum ekkert svaka spenntar, því að þetta átti að vera stelpuferð og Micol og Franca fannst þetta eitthvað skrítið og það endaði með því að þær fóru heim á undan okkur, en það var reyndar bara pínu heppilegt því að þá náði ég að versla jólagjöfina hennar Micol :) Síðan var eitthvað vesen þegar við ættluðum að fara heim, þurftum að bíða í klukkutíma á lestarstöðinni og á meðan kynntumst við frekar skrítnum kalli, pabbi ekki hafa áhyggjur það er allt í lagi, annars var ferðin mjög fín og skemmtileg :) við skemmtum okkur konunglega.... 
      Síðan um kvöldið var fjölskyldudinner (pizza, pizza, pizza) eins og alltaf, og svo bara svefn :)


Já annars bara svona almennt, þá líður mér mjög vel, er samt ekki að fýla jólin hérna, enginn snjór og mjög lítið skreytt og mjög lítið hlustað á jólalög... Já en ég er að fara á skíði svo mér er sama. Sakna samt Íslands alveg svolítið núna, held samt að það verði gott eftir jólin, ekkert vera að gera ykkur upp vonir, ég er ekkert á leiðinni heim. 
Síðan er ítölskukennarinn minn ekkert rosalega hress, út af því að hún segir að okkur sé ekkert að fara nógu vel fram með ítölskuna, meh, mér finnst ég bara vera nokkuð frábær :) 

Vona að ykkur finnist þetta áhugavert, veit að ég hefði litla þolinmæði í að lesa eitthvað sem fólk væri að skrifa um hvað það gerði á hverjum einasta degi... böööh 

<3



XOXO
Guðrún Elín