Saturday, July 16, 2011

55 dagar!

Þá eru 55 dagar í brottför og ég var að fá að vita í hvernig skóla ég verð í, ég verð sem sagt í vísindaframhaldsskóla sem er pínu fyndið þar sem ég er á félagsfræðibraut í MA. Systir mín úti sem er 93' módel er ekki í sama skóla og ég en hún seigir að þetta sé mjög góður skóli og sé bara of erfiður fyrir sig, þannig að gangi mér vel. Þetta verður bara gaman :)
Ég fékk líka póst um daginn frá einum sjálfboðaliða þar sem ég fékk meðal annars að vita að það verða 4 aðrar stelpur í sama bæ og öðrum bæjum í kring um Lecco :)

XOXO
Guðrún Elín